Börnin njóta vafans hálfan skóladaginn 29. janúar 2011 09:00 Staðsetning sorpbrennslunnar við skóla og leiksvæði barna er gagnrýnd. Nýrra mengunarmælinga er beðið. fréttablaðið/vilhelm Sorpbrennsla á Kirkjubæjarklaustri fer enn fram á skólatíma en hefur verið seinkað um fjóra klukkutíma. Sveitarstjóri segir það á misskilningi byggt að alfarið yrði hætt að brenna sorp yfir skóladaginn. Fréttablaðið greindi frá því 14. janúar að sorpbrennslan á staðnum, íþróttahúsið, sundlaugin, og grunnskólinn stæðu vegg í vegg. Mælingar á díoxíni árið 2007 sýndu að eitrið var langt yfir viðmiðunarmörkum í útblæstri brennslunnar og önnur mengun hefur jafnframt mælst yfir mörkum. Oddur Bjarni Thorarensen, byggingaverkfræðingur á Klaustri, ákvað að halda börnunum sínum heima vegna mengunar frá sorpbrennslunni, eins og Fréttablaðið sagði frá á þeim tíma. Hann ákvað hins vegar að senda börnin aftur í skólann í þeirri trú að sorpbrennslu yrði hætt á skólatíma. Byggði hann það á bréfi sveitarstjóra til foreldra og annarra íbúa um breytingar á starfsemi sorpbrennslunnar. „Við sendum börnin okkar í skólann síðastliðinn mánudag eftir bréf sveitarstjóra þar sem lofað var að ekki yrði brennt á skólatíma,“ segir Oddur. „Við sóttum hins vegar börnin í hádeginu á miðvikudag þegar við vissum hvers kyns var. Við eigum enn eftir að ráða ráðum okkar með framhaldið.“ Oddur og eiginkona hans hafa ekki útilokað að flytja frá Klaustri vegna mengunar frá sorpbrennslunni. Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir að ekkert hafi verið gefið út um klukkan hvað yrði byrjað að brenna. „Ég var beðin um að athuga með að seinka brennslutíma og talaði við Íslenska gámafélagið um það og þeir samþykktu. Þeirra tillaga var að byrja brennslu eftir hádegi og mér fannst það vera góð leið til að koma til móts við þær raddir sem hafa verið hvað háværastar.“ Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla, fagnaði því þegar fyrir lá að brennslutíma sorps yrði breytt. Taldi hann afar jákvætt að „börnin á Klaustri væru látin njóta vafans“, eins og hann orðaði það í viðtali við Fréttablaðið á mánudag. Sama orðalag notaði Eygló sveitarstjóri í bréfi til Fréttablaðsins vegna málsins. Oddur telur að kostnaður við að seinka brennslu fram yfir skólatíma hafi komið í veg fyrir að svo langt yrði gengið en Eygló segir það rangt. „Við höfum ekki enn skoðað hver kostnaðaraukningin er við að seinka brennslunni alveg til þess tíma sem skóla lýkur á daginn, svo það er ekki rétt að sveitarstjórn hafi ekki verið tilbúin að bera þann aukakostnað. Það hefur einfaldlega ekki komið inn á okkar borð ennþá.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Sorpbrennsla á Kirkjubæjarklaustri fer enn fram á skólatíma en hefur verið seinkað um fjóra klukkutíma. Sveitarstjóri segir það á misskilningi byggt að alfarið yrði hætt að brenna sorp yfir skóladaginn. Fréttablaðið greindi frá því 14. janúar að sorpbrennslan á staðnum, íþróttahúsið, sundlaugin, og grunnskólinn stæðu vegg í vegg. Mælingar á díoxíni árið 2007 sýndu að eitrið var langt yfir viðmiðunarmörkum í útblæstri brennslunnar og önnur mengun hefur jafnframt mælst yfir mörkum. Oddur Bjarni Thorarensen, byggingaverkfræðingur á Klaustri, ákvað að halda börnunum sínum heima vegna mengunar frá sorpbrennslunni, eins og Fréttablaðið sagði frá á þeim tíma. Hann ákvað hins vegar að senda börnin aftur í skólann í þeirri trú að sorpbrennslu yrði hætt á skólatíma. Byggði hann það á bréfi sveitarstjóra til foreldra og annarra íbúa um breytingar á starfsemi sorpbrennslunnar. „Við sendum börnin okkar í skólann síðastliðinn mánudag eftir bréf sveitarstjóra þar sem lofað var að ekki yrði brennt á skólatíma,“ segir Oddur. „Við sóttum hins vegar börnin í hádeginu á miðvikudag þegar við vissum hvers kyns var. Við eigum enn eftir að ráða ráðum okkar með framhaldið.“ Oddur og eiginkona hans hafa ekki útilokað að flytja frá Klaustri vegna mengunar frá sorpbrennslunni. Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir að ekkert hafi verið gefið út um klukkan hvað yrði byrjað að brenna. „Ég var beðin um að athuga með að seinka brennslutíma og talaði við Íslenska gámafélagið um það og þeir samþykktu. Þeirra tillaga var að byrja brennslu eftir hádegi og mér fannst það vera góð leið til að koma til móts við þær raddir sem hafa verið hvað háværastar.“ Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla, fagnaði því þegar fyrir lá að brennslutíma sorps yrði breytt. Taldi hann afar jákvætt að „börnin á Klaustri væru látin njóta vafans“, eins og hann orðaði það í viðtali við Fréttablaðið á mánudag. Sama orðalag notaði Eygló sveitarstjóri í bréfi til Fréttablaðsins vegna málsins. Oddur telur að kostnaður við að seinka brennslu fram yfir skólatíma hafi komið í veg fyrir að svo langt yrði gengið en Eygló segir það rangt. „Við höfum ekki enn skoðað hver kostnaðaraukningin er við að seinka brennslunni alveg til þess tíma sem skóla lýkur á daginn, svo það er ekki rétt að sveitarstjórn hafi ekki verið tilbúin að bera þann aukakostnað. Það hefur einfaldlega ekki komið inn á okkar borð ennþá.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira