Mark Giffords, eiginmaður bandarísku þingkonunnar Gabrielle Giffords, sem skotin var í gegnum höfuðið af óðum byssumanni í janúar, er á leiðinni út í geim.
Giffords verða leiðangursstjóri í síðustu geimferð Endeavour skutlunnar í apríl næstkomandi. Eiginkona hans er nú á góðum batavegi og er í strangri endurhæfingu. Þetta mun verða fjórða ferð Giffords út í geim, en tvíburabróðir hans sem einnig er geimfari er stjórnandi alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

