Innlent

Samþykktu kjarasamninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Niðurstaðan hefur verið kynnt Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara. Mynd/ Stefán.
Niðurstaðan hefur verið kynnt Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara. Mynd/ Stefán.
Samningur Flóafélaganna, Eflingar-stéttarfélags,Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.

Á kjörskrá voru 15.614, en 3.034 eða um 19.4% félagsmanna greiddu atkvæði. Já sögðu 2.603 eða 85.8% þeirra sem afstöðu tóku.  Nei sögðu  423 eða 13.9%.  Ógildir og auðir seðlar voru 8 eða  0.3.%.

Atkvæðagreiðslan stóð frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 10. maí síðastliðinn og lauk klukkan þrjú í dag.

Niðustaðan hefur verið tilkynnt sáttasemjara og Samtökum atvinnulífins. SA hefur þegar samþykkt samninginn af sinni hálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×