290 myndavélar vakta almenning í miðborg 13. janúar 2011 04:30 Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur segir að augljósum merkingum við öryggismyndavélar á almannarými sé verulega ábótavant, eftir að hafa gert úttekt á öllum myndavélum í miðbæ Reykjavíkur. fréttablaðið/anton Öryggismyndavélar í miðborg Reykjavíkur eru 290 talsins. Hvergi eru til opinberar tölur um fjölda og upplýsingar um staðsetningu eftirlits- og öryggismyndavéla sem beinast að öllu eða einhverju leyti að almenningsrými á Íslandi. Öllum ábyrgðaraðilum er skylt með lögum að merkja vélarnar á augljósan hátt og þar á einnig að koma fram nafn ábyrgðaraðila. Slíkum merkingum er verulega ábótavant, að því er kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Bryndísar Björgvinsdóttur þjóðfræðings og Valdimars Tr. Hafstein, dósents í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin hófst sumarið 2010 og var farið um miðbæ Reykjavíkur með GPS-tæki og myndavél þar sem allar sjáanlegar öryggismyndavélar voru skráðar. Aðeins var um að ræða vélar sem náðu að öllu eða einhverju leyti yfir almannasvæði, eins og gangstéttir, torg, port, innganga úti við, götur, opin bílastæði eða almenningsgarða. Bryndís segir að augljósum merkingum sé verulega ábótavant og hvorki hún né aðrir aðilar sem tóku þátt í rannsókninni hafi fundið merkingar hjá öryggismyndavélum á vegum Alþingis á Austurvelli. „Ef þær eru þar, þá eru þær ekki augljósar, eins og segir í lögum að þær eigi að vera,“ segir Bryndís. Hún segir þriðjung verslunareigenda á Laugaveginum nota myndavélarnar sem fælingarmátt, til að bæla niður óæskilega hegðun eins og veggjakrot og glæpi. „Þetta vekur upp spurningar um hvað almannarými sé í raun,“ segir Bryndís. Hún segir þó alla verslunareigendur mjög ánægða með reynsluna af myndavélunum sem hafa í mörgum tilvikum hjálpað við að upplýsa þjófnaðarmál og skemmdarverk. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir Alþingi einungis vakta þau svæði sem eru tengd starfsemi þingsins og þar sé öllum reglum fylgt. „Það er nýverið búið að gera úttekt á þessum málum og það er allt samkvæmt lögum. Alþingi er í góðu samstarfi við lögregluna í þessum málum og við höfum farið eftir hennar ráðleggingum.“ Helgi fullyrðir að myndskeið úr vélunum hafi aldrei verið gerð opinber og séu einungis notuð í rannsóknum í samráði við lögreglu. „Við vinnum ýmist í tíu eða tólf húsum og svo auðvitað fylgjumst við með umferð fyrir framan þinghúsið,“ segir hann. „Og það virðist hafa verin ærin ástæða til á síðustu misserum, eins og gefur að skilja.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Öryggismyndavélar í miðborg Reykjavíkur eru 290 talsins. Hvergi eru til opinberar tölur um fjölda og upplýsingar um staðsetningu eftirlits- og öryggismyndavéla sem beinast að öllu eða einhverju leyti að almenningsrými á Íslandi. Öllum ábyrgðaraðilum er skylt með lögum að merkja vélarnar á augljósan hátt og þar á einnig að koma fram nafn ábyrgðaraðila. Slíkum merkingum er verulega ábótavant, að því er kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Bryndísar Björgvinsdóttur þjóðfræðings og Valdimars Tr. Hafstein, dósents í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin hófst sumarið 2010 og var farið um miðbæ Reykjavíkur með GPS-tæki og myndavél þar sem allar sjáanlegar öryggismyndavélar voru skráðar. Aðeins var um að ræða vélar sem náðu að öllu eða einhverju leyti yfir almannasvæði, eins og gangstéttir, torg, port, innganga úti við, götur, opin bílastæði eða almenningsgarða. Bryndís segir að augljósum merkingum sé verulega ábótavant og hvorki hún né aðrir aðilar sem tóku þátt í rannsókninni hafi fundið merkingar hjá öryggismyndavélum á vegum Alþingis á Austurvelli. „Ef þær eru þar, þá eru þær ekki augljósar, eins og segir í lögum að þær eigi að vera,“ segir Bryndís. Hún segir þriðjung verslunareigenda á Laugaveginum nota myndavélarnar sem fælingarmátt, til að bæla niður óæskilega hegðun eins og veggjakrot og glæpi. „Þetta vekur upp spurningar um hvað almannarými sé í raun,“ segir Bryndís. Hún segir þó alla verslunareigendur mjög ánægða með reynsluna af myndavélunum sem hafa í mörgum tilvikum hjálpað við að upplýsa þjófnaðarmál og skemmdarverk. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir Alþingi einungis vakta þau svæði sem eru tengd starfsemi þingsins og þar sé öllum reglum fylgt. „Það er nýverið búið að gera úttekt á þessum málum og það er allt samkvæmt lögum. Alþingi er í góðu samstarfi við lögregluna í þessum málum og við höfum farið eftir hennar ráðleggingum.“ Helgi fullyrðir að myndskeið úr vélunum hafi aldrei verið gerð opinber og séu einungis notuð í rannsóknum í samráði við lögreglu. „Við vinnum ýmist í tíu eða tólf húsum og svo auðvitað fylgjumst við með umferð fyrir framan þinghúsið,“ segir hann. „Og það virðist hafa verin ærin ástæða til á síðustu misserum, eins og gefur að skilja.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira