„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ Erla Hlynsdóttir skrifar 17. janúar 2011 16:04 Reynir Jónsson telur að fyrirhugaðar breytingar leiði til þess að fyrirtækið nái að spara sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega Mynd: Stefán Karlsson „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti. Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti.
Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11