„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ Erla Hlynsdóttir skrifar 17. janúar 2011 16:04 Reynir Jónsson telur að fyrirhugaðar breytingar leiði til þess að fyrirtækið nái að spara sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega Mynd: Stefán Karlsson „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti. Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
„Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti.
Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11