Innlent

Slökktu snarlega eld í innréttingu

Lögreglumenn á Selfossi fengu tilkynningu um reykjarlykt og að reykskynjari væri í gangi í íbúðarhúsnæði við Fossheiði klukkan 9.21 í morgun. Þeir fóru strax á staðinn, brutu upp hurð á mannlausri íbúðinni og náðu með slökkvitæki að slökkva eld sem var laus í innréttingu.

Slökkvilið hafði einnig verið kallað út en vegna þess hversu vel lögreglumönnum gekk að slökkva eldinn gerðist slökkviliðsins ekki þörf.

Lögreglan mætti á staðinn örfáum mínútum eftir að neyðarkallið barst og skipti það sköpum um hversu fljótt tókst að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×