Borgarráð kom saman á sérstökum aukafundi í dag þar sem rætt var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en erfiðlega hefur gengið að endurfjármagna lán OR. Fundi Borgarráðs var frestað í dag án niðurstöðu en fundarhöld halda áfram á morgun.
Í hádegisfréttum RUV í dag var greint frá minnisblaði forstjóra OR þar sem fram kemur að Norræni fjárfestingarbankinn segi ekki koma til greina að lána fyrirtækinu.
Aukafundur í borgarráði um málefni OR
