Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vill ekki útiloka skattahækkanir á næsta ári. Hann segir hins vegar að engar stórkostlegar aðgerðir séu framundan í skattamálum, eins og hafi verið á árunum 2009 og 2010. Þetta kom fram í máli Steingríms í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Fréttablaðið greindi frá því í dag að sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri stödd hér á landi til að skoða skattamál. Meðal þess sem nefndin skoðaði sérstaklega væri hvort ráðlegt sé að hækka sjö prósenta virðisaukaskattsþrepið upp í 25,5 prósent og hækkun álagningar á eldsneyti.
Steingrímur staðfesti það á Alþingi að nefndin væri hér að störfum og myndi skila skýrslu um athuganir sínar.
Útilokar ekki skattahækkanir
Jón Hákon Halldórsson skrifar
