Innlent

Bræðslumenn fái ekki sérhækkanir

Ræðumenn á fundi SA voru sammála um að miða ætti að hóflegum kjarasamningum.Fréttablaðið/GVA
Ræðumenn á fundi SA voru sammála um að miða ætti að hóflegum kjarasamningum.Fréttablaðið/GVA
Samtök atvinnulífsins (SA) neita að ganga að kröfum bræðslumanna sem hafa boðað til verkfalla á næstu vikum til að knýja fram kjarabætur.

Á opnum fundi SA í gær sagði Vilmundur Jósefsson, for­maður samtakanna, að ef orðið yrði við kröfum bræðslumanna um „tuga prósenta launahækkanir“ myndu þær flæða yfir allan vinnu­markaðinn. „Við munum ekki ganga að kröfum starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjunum,“ sagði hann. „Þeir munu ekki fá aðrar launa­hækkanir en aðrir hópar semja um.“

Í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, ítrekaði hann fyrri kröfur samtakanna um að samið yrði til þriggja ára, um 7-8 prósenta hækkun launa á tímabilinu, sem yrði umfram verðbólgu og hefði í för með sér kaupmáttaraukningu fyrir almenning.

Á fundinum tóku einnig til máls fulltrúar fyrirtækja úr ferðamannaþjónustu, iðnaði, þjónustu og sjávarútvegi og voru allir sammála um að stöðugleiki og hóflegar launahækkanir væru skynsamlegasta leiðin sem hægt væri að fara.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×