Innlent

Þakið að fjúka af Óháða sofnuðinum: Beint samband við Guð

Séra Pétur segir bænir meðlima Óháða safnaðarins óhemju sterkar
Séra Pétur segir bænir meðlima Óháða safnaðarins óhemju sterkar
Hluti af þaki á kirkjuhúsi Óháða safnaðarins var við það að rifna af þegar rokið var sem mest um hádegisbilið. „Svona eru bænirnar okkar sterkar," segir séra Pétur Þorsteinsson, safnaðarprestur. „Þarna var bara að myndast beint samband milli okkar og Guðs. Nú er hægt að biðja á fullu," segir hann.

Björgunarsveitarmenn hafa undanfarna klukkustund reynt að hafa taumhald á þakinu og fyrir stuttu bættust slökkviliðsmenn í hópinn sem voru þeim innan handar með körfubíl.

Séra Pétur segir að vel gangi að halda þakbitanum á sínum stað og er þakklátur fyrir að hvorki hafi orðið slys á fólki né tjón á öðrum munum.

Vind hefur lægt nokkuð eftir hádegið og býst séra Pétur við að björgunarsveitarmenn ljúki verki sínu von bráðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×