Svavar, María og Páll sýknuð - fréttin ekki sett fram í vondri trú 22. mars 2011 09:49 Svavar, Þóra Arnórsdóttir, eiginkona Svavars, María Sigrún og Páll. Mynd / GVA Fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af meiðyrðakröfu Pálma Haraldssonar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var María Sigrún Hilmarsdóttir og Páll Magnússon, einnig sýknuð. María Sigrún las inngang fréttarinnar en Páli var stefnt sem ábyrgðarmanni fréttastofunnar. Pálmi krafðist þess að frétt Svavars, sem birtist í mars á síðasta ári og fjallaði um meinta fjármagnsflutninga félagsins Fons sem það fékk að láni frá Glitni í hruninu. Pálmi krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd ómerk: "Milljarðar hurfu í reyk." „2.500 milljónir króna, sem Pálmi Haraldsson fékk lánaðar hjá Glitni fyrir hrun, virðast gufaðar upp í flókinni viðskiptafléttu". „...þegar hann fékk tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni rétt fyrir hrun." „...og peningarnir eru týndir." og „...en þeir peningar finnast hins vegar hvergi." Pálmi heldur því fram að fréttin sé vitlaus frá upphafi til enda. Þannig sýnir hann fram á feril lánsins í málatilbúningi sínum, sem sýni fram á að féð hafi alls ekki gufað upp. Pálmi sýnir því fram á fyrir dómi að fréttaflutningur Svavars var ekki réttur að öllu leyti, en dómari segir það ekki skipta öllu máli, það sem það „hefur ekki verið sýnt fram á að þær fullyrðingar, sem birtust í fréttinni, hafi verið settar fram í vondri trú" eins og segir í dómsorði. Þá segir ennfremur í niðurstöðu dómsins „að rétturinn til tjáningar annars vegar og æruvernd hins vegar, beri meðal annars að líta til þess jarðvegs sem ummælin spruttu úr, stöðu þeirra aðila sem hlut eiga að máli og til þess hvort hið birta efni geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi því erindi til almennings." Því telur dóminum einsýnt að í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust eftir bankahrunið verði Pálmi að þola nærgöngula umræðu um verk sín og persónu sína. Lánveitingar og fjármagnsflutningar í aðdraganda bankahrunsins eru mikilvægar fréttir og eiga brýnt erindi til almennings, samkvæmt dómsorði. Pálmi krafðist þriggja milljóna í miskabætur. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fréttamaðurinn Svavar Halldórsson var sýknaður af meiðyrðakröfu Pálma Haraldssonar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var María Sigrún Hilmarsdóttir og Páll Magnússon, einnig sýknuð. María Sigrún las inngang fréttarinnar en Páli var stefnt sem ábyrgðarmanni fréttastofunnar. Pálmi krafðist þess að frétt Svavars, sem birtist í mars á síðasta ári og fjallaði um meinta fjármagnsflutninga félagsins Fons sem það fékk að láni frá Glitni í hruninu. Pálmi krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd ómerk: "Milljarðar hurfu í reyk." „2.500 milljónir króna, sem Pálmi Haraldsson fékk lánaðar hjá Glitni fyrir hrun, virðast gufaðar upp í flókinni viðskiptafléttu". „...þegar hann fékk tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni rétt fyrir hrun." „...og peningarnir eru týndir." og „...en þeir peningar finnast hins vegar hvergi." Pálmi heldur því fram að fréttin sé vitlaus frá upphafi til enda. Þannig sýnir hann fram á feril lánsins í málatilbúningi sínum, sem sýni fram á að féð hafi alls ekki gufað upp. Pálmi sýnir því fram á fyrir dómi að fréttaflutningur Svavars var ekki réttur að öllu leyti, en dómari segir það ekki skipta öllu máli, það sem það „hefur ekki verið sýnt fram á að þær fullyrðingar, sem birtust í fréttinni, hafi verið settar fram í vondri trú" eins og segir í dómsorði. Þá segir ennfremur í niðurstöðu dómsins „að rétturinn til tjáningar annars vegar og æruvernd hins vegar, beri meðal annars að líta til þess jarðvegs sem ummælin spruttu úr, stöðu þeirra aðila sem hlut eiga að máli og til þess hvort hið birta efni geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi því erindi til almennings." Því telur dóminum einsýnt að í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust eftir bankahrunið verði Pálmi að þola nærgöngula umræðu um verk sín og persónu sína. Lánveitingar og fjármagnsflutningar í aðdraganda bankahrunsins eru mikilvægar fréttir og eiga brýnt erindi til almennings, samkvæmt dómsorði. Pálmi krafðist þriggja milljóna í miskabætur.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira