Lausnirnar leynast í skólunum sjálfum 22. mars 2011 06:00 Agnar Már Jónsson Á sjöunda þúsund íbúa Reykjavíkur hafa sett nafn sitt við áskorun á borgaryfirvöld um að falla frá fyrirhuguðum sameiningaráformum í grunn- og leikskólum borgarinnar. Foreldrafélög um alla borg hafa ályktað gegn þessum fyrirætlunum síðustu vikur, en hagsmunaaðilar munu skila umsögnum sínum á föstudag. Agnar Már Jónsson, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er á vefnum born.is, segist finna fyrir mikilli andstöðu í hópi foreldra, þó allir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að hagræða. Agnar segir, í samtali við Fréttablaðið að ámælisvert sé hve takmarkaður ávinningur hljótist í raun og veru af aðgerðunum. „Þegar búið er að velta ofan af þessum Excel-gjörningi sem er í skýrslunni, standa eftir 150 milljónir sem ætlunin er að spara á ári, í grunnskólum og leikskólum. Þessi fjárhæð er bara 0,6 prósent af heildarútgjöldum leikskóla og menntasviðs. Þessi meinti ávinningur er allt of lítill til að fara í svona stórar aðgerðir." Að mati Agnars væri farsælast að leita til starfsfólks og stjórnenda í skólum og leikskólum, frekar en embættismanna. „Væri ekki bara nær að biðja skólastjóra og leikskólastjóra um að draga saman í rekstri um 0,6 prósent á næsta ári. Þá þyrftum við ekki alla þessa embættismenn sem eru að rembast við það að setja Íslandsmet í samruna." Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að umsagnir verði skoðaðar vel og vandlega, en hún sé enn á þeirri skoðun að umræddar breytingar séu til góða. „Breytingar eins og þessi eru alltaf betri en flatur niðurskurður. Nú erum við að standa vörð um innra starf skólanna." Oddný segir að í samtölum sínum við starfsfólk og stjórnendur skóla hafi komið í ljós að ekki væri svigrúm til frekari niðurskurðar á innra starfi. „Þau sögðu að það væri ekkert meira að sækja. Við værum komin inn að beini." Oddný segir að hún hafi líka fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum og er þess fullviss að ef fólk kynni sér málin muni það átta sig á valkostunum. „Ég hef ekki enn séð betri aðferð en þá sem við erum að fara. Flatur niðurskurður er ekki svarið." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Á sjöunda þúsund íbúa Reykjavíkur hafa sett nafn sitt við áskorun á borgaryfirvöld um að falla frá fyrirhuguðum sameiningaráformum í grunn- og leikskólum borgarinnar. Foreldrafélög um alla borg hafa ályktað gegn þessum fyrirætlunum síðustu vikur, en hagsmunaaðilar munu skila umsögnum sínum á föstudag. Agnar Már Jónsson, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er á vefnum born.is, segist finna fyrir mikilli andstöðu í hópi foreldra, þó allir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að hagræða. Agnar segir, í samtali við Fréttablaðið að ámælisvert sé hve takmarkaður ávinningur hljótist í raun og veru af aðgerðunum. „Þegar búið er að velta ofan af þessum Excel-gjörningi sem er í skýrslunni, standa eftir 150 milljónir sem ætlunin er að spara á ári, í grunnskólum og leikskólum. Þessi fjárhæð er bara 0,6 prósent af heildarútgjöldum leikskóla og menntasviðs. Þessi meinti ávinningur er allt of lítill til að fara í svona stórar aðgerðir." Að mati Agnars væri farsælast að leita til starfsfólks og stjórnenda í skólum og leikskólum, frekar en embættismanna. „Væri ekki bara nær að biðja skólastjóra og leikskólastjóra um að draga saman í rekstri um 0,6 prósent á næsta ári. Þá þyrftum við ekki alla þessa embættismenn sem eru að rembast við það að setja Íslandsmet í samruna." Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir að umsagnir verði skoðaðar vel og vandlega, en hún sé enn á þeirri skoðun að umræddar breytingar séu til góða. „Breytingar eins og þessi eru alltaf betri en flatur niðurskurður. Nú erum við að standa vörð um innra starf skólanna." Oddný segir að í samtölum sínum við starfsfólk og stjórnendur skóla hafi komið í ljós að ekki væri svigrúm til frekari niðurskurðar á innra starfi. „Þau sögðu að það væri ekkert meira að sækja. Við værum komin inn að beini." Oddný segir að hún hafi líka fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum og er þess fullviss að ef fólk kynni sér málin muni það átta sig á valkostunum. „Ég hef ekki enn séð betri aðferð en þá sem við erum að fara. Flatur niðurskurður er ekki svarið." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira