Er Vilhjálmur að biðja um þjóðnýtingu? 22. mars 2011 07:00 Undrandi Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra áttar sig ekki á hvað Vilhjálmur Egilsson er að fara.fréttablaðið/anton Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að skattahækkanir og niðurskurður opinberra útgjalda væru í kortunum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu. Ekki væru skilyrði til fjárfestinga til að skapa hagvöxt sem skilaði ríkinu tekjum. Nefndi hann álverið Helguvík sérstaklega. „Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða,“ sagði Vilhjálmur. Aðeins strandaði á ákvörðunum stjórnvalda, næg orka væri til. Katrín hafnar þessu sjónarmiði, afstaða stjórnvalda liggi fyrir með fjárfestingasamningi samþykktum af Alþingi. Óvissuþættirnir séu hins vegar af öðrum toga. „Þegar verkefnið fór af stað var Norðurál í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja [síðar HS orka] og Orkuveitu Reykjavíkur. Síðan varð efnahagshrun og sveitarfélögin sem áttu HS orku seldu fyrirtækið til einkaaðila. Þeir eigendur telja núna að það hafi orðið forsendubrestur. Forsvarsmenn Norðuráls eru ósammála og ákváðu að stefna HS orku. Hvaða ákvörðun stendur þá upp á stjórnvöld að taka,“ spyr Katrín. „Er það að þjóðnýta HS orku. Er það það sem Vilhjálmur er að kalla eftir? Það er í raun eina leiðin og hann þá líklega að biðja um að fyrirtækið verði þjóðnýtt og að ríkið standi við upphaflegu yfirlýsingarnar sem núverandi eigendur treysta sér ekki til að fylgja eftir út af ástandinu.“ Í annan stað nefnir Katrín Orkuveitu Reykjavíkur. „Á síðasta ári treysti Vilhjálmur Egilsson, sem formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi, sér ekki til að taka þátt í skuldabréfaútboði Orkuveitu Reykjavíkur sem var ætlað til að byrja að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þá spyr ég; hvað telur hann hafa breyst og hvað telur hann að ríkið eigi að gera í þessu? Telur hann að ríkið eigi að taka Orkuveitu Reykjavíkur yfir og fara í þessar framkvæmdir?“ Í þriðja lagi lítur Katrín til Landsvirkjunar. „Það var skýrt að HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur ættu að afla orkunnar en ekki Landsvirkjun. Verði ekki af því kalla menn eftir að Landsvirkjun komi að verkefninu. En þá spyr ég: „Hvaðan á sú orka að koma? Orkan úr neðri Þjórsá keyrir ekki heilt álver og ekki einu sinni hálft. Vilhjálmur er því væntanlega að kalla eftir að þetta yrði á kostnað atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Því er ég alfarið á móti vegna þess að þar eru mál á góðu róli og það mun draga til tíðinda í þeim efnum á þessu ári. Það er því ekki hægt að ræða um þetta mál með svona einföldum hætti og segja að stjórnvöld verði að taka einhverjar ákvarðanir. Ég átta mig ekki á hvaða ákvarðanir það ættu að vera.“bjorn@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Sú staðreynd að álver í Helguvík er ekki lengra á veg komið en raun ber vitni er mál Norðuráls og orkufyrirtækjanna, ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að skattahækkanir og niðurskurður opinberra útgjalda væru í kortunum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu. Ekki væru skilyrði til fjárfestinga til að skapa hagvöxt sem skilaði ríkinu tekjum. Nefndi hann álverið Helguvík sérstaklega. „Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða,“ sagði Vilhjálmur. Aðeins strandaði á ákvörðunum stjórnvalda, næg orka væri til. Katrín hafnar þessu sjónarmiði, afstaða stjórnvalda liggi fyrir með fjárfestingasamningi samþykktum af Alþingi. Óvissuþættirnir séu hins vegar af öðrum toga. „Þegar verkefnið fór af stað var Norðurál í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja [síðar HS orka] og Orkuveitu Reykjavíkur. Síðan varð efnahagshrun og sveitarfélögin sem áttu HS orku seldu fyrirtækið til einkaaðila. Þeir eigendur telja núna að það hafi orðið forsendubrestur. Forsvarsmenn Norðuráls eru ósammála og ákváðu að stefna HS orku. Hvaða ákvörðun stendur þá upp á stjórnvöld að taka,“ spyr Katrín. „Er það að þjóðnýta HS orku. Er það það sem Vilhjálmur er að kalla eftir? Það er í raun eina leiðin og hann þá líklega að biðja um að fyrirtækið verði þjóðnýtt og að ríkið standi við upphaflegu yfirlýsingarnar sem núverandi eigendur treysta sér ekki til að fylgja eftir út af ástandinu.“ Í annan stað nefnir Katrín Orkuveitu Reykjavíkur. „Á síðasta ári treysti Vilhjálmur Egilsson, sem formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi, sér ekki til að taka þátt í skuldabréfaútboði Orkuveitu Reykjavíkur sem var ætlað til að byrja að fjármagna nýjar framkvæmdir. Þá spyr ég; hvað telur hann hafa breyst og hvað telur hann að ríkið eigi að gera í þessu? Telur hann að ríkið eigi að taka Orkuveitu Reykjavíkur yfir og fara í þessar framkvæmdir?“ Í þriðja lagi lítur Katrín til Landsvirkjunar. „Það var skýrt að HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur ættu að afla orkunnar en ekki Landsvirkjun. Verði ekki af því kalla menn eftir að Landsvirkjun komi að verkefninu. En þá spyr ég: „Hvaðan á sú orka að koma? Orkan úr neðri Þjórsá keyrir ekki heilt álver og ekki einu sinni hálft. Vilhjálmur er því væntanlega að kalla eftir að þetta yrði á kostnað atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Því er ég alfarið á móti vegna þess að þar eru mál á góðu róli og það mun draga til tíðinda í þeim efnum á þessu ári. Það er því ekki hægt að ræða um þetta mál með svona einföldum hætti og segja að stjórnvöld verði að taka einhverjar ákvarðanir. Ég átta mig ekki á hvaða ákvarðanir það ættu að vera.“bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira