Evrópa og lífræn ræktun Eygló Björk Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:15 Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar