Lilja í skammarkróknum vegna Icesave frá 2009 22. mars 2011 06:30 „Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
„Ég var sett í skammarkrókinn sumarið 2009 vegna andstöðu við Icesave og hef verið þar síðan,“ segir Lilja Mósesdóttir. Forysta VG hafi einangrað hana. Lilja er hagfræðingur og kveðst hafa vonast til að þekking hennar yrði að gagni í störfum VG. Hún hafi raunar farið í pólitík svo að þekking hennar mætti verða að gagni. „Það hefur lítið sem ekkert tillit verið tekið til minna sjónarmiða,“ segir hún. Lilja hefur íhugað úrsögn úr þingflokknum síðan milli jóla og nýárs. „Ég vonaðist til að forystan myndi teygja sig í átt til okkar. Mér finnst ég hafa sýnt mikið langlundargerð og var tilbúin til málamiðlana en ekkert gerðist.“ Lilja segir að fyrir utan það sem þau tíunduðu í yfirlýsingu hafi einkum tvennt orðið til þess að hún tók ákvörðun um úrsögn fyrir helgi. „Annars vegar var það yfirlýsing seðlabankastjóra um að sennilega þyrfti að framlengja samninginn við AGS og svo yfirlýsing Helga Hjörvar og Árna Páls Árnasonar um að ekki væri ráðlegt að hækka skatta á þá sem væru með langt yfir milljón í tekjur. Mér finnst það ekki vera í anda jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum og við erum enn langt frá Norðurlandaþjóðunum þótt við höfum hækkað skatta töluvert. Við lofuðum fyrir síðustu kosningar að láta breiðustu bökin bera þyngstu byrðarnar.“ Að auki nefnir Lilja að í janúar hafi hún farið fram á að þingflokkur VG skipaði vinnuhóp til að móta nýja efnahagsstefnu sem myndi fela í sér að AGS hyrfi héðan í ágúst. „Þá kom í ljós að ég og formaður flokksins erum algjörlega ósammála. Hann mat stöðuna miklu betri en ég en nú hefur komið á daginn að hagvöxtur er talsvert undir því sem gert var ráð fyrir.“ Lilja og Atli ætla að starfa saman utan þingflokka þangað til annað verður ákveðið. Hvorugt kvaðst í gær á leið í annan flokk.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira