Karókímót um allt land til verndar auðlindunum 7. janúar 2011 13:39 Björk og Ómar Ragnarsson tóku dúett í Norræna húsinu í gær Mynd: Anton Brink Karókímaraþonið í Norræna húsinu stóð sleitulaust frá klukkan þrjú í gær og til miðnættis. Þegar hafa safnast rúmlega 28 þúsund undirskriftir á vefinn Orkuaudlindir.is og heldur maraþonið áfram klukkan þrjú í dag. Skipuleggjendur vonast til þess að haldin verði samhliða karaókímót um allt land. Menn eru hvattir til að smella upp karaókígræjunum eða bara koma saman og syngja við undirleik. Nú þegar hefur verið ákveðið að halda karaókí- og orkuauðlindasamkomum á Akureyri, Bolungavík, Skagaströnd og Selfossi og óstaðfestar fregnir herma að söngsamkomur verði haldnar á Suðurnesjum, Stykkishólmi, á Höfn og á Egilsstöðum. Í tilefni af náttúruverndarvakningunni hefur tónlistarmaðurinn Steinn Kárason ákveðið að gefa lag sitt Paradís, sem er óður náttúruverndarsinna til Íslands. Lagið er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Steinn.is á meðan karókímaraþonið stendur yfir, eða þar til 35 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorunina um að halda náttúruauðlindum í almannaeigu. Guðmundur F. Benediktsson syngur lagið. Steinn semur sjálfur bæði lag og texta en textann má sjá hér að neðan. Paradís Ég man mitt Ísland, mitt ómfagra Ísland, þegar sólin skín um nótt og heitur hver gýs. Brosið þitt blíða, blóðbergið mitt fríða. Þínir ljósgullnu lokkar og laufguð er björk. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina ég nýt þín um nætur uns nýr dagur rís. Og ég hélt ég væri, já, ég hélt ég væri, ég hélt ég væri kominn hálfa leið í paradís. Hvílík nánd samt svo fjarri því. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina, þegar sólin skín um dag og ilmar græn jörð. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina þegar vont er veður og vindurinn hvín. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina þegar fönnin fýkur og frostið er kalt. Og mér finnst ég vera, já, mér finnst ég vera, mér finnst ég vera kominn alla leið í paradís. Hvílík nánd með þér í paradís. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina. Þegar nótt er niðdimm og norðurljós græn. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina. Þegar grassins dögg grætur og golan er hlý. Þú elur mig Ísland. Þú elskar mig vina. Þegar lífsgöngu líkur leggst torf yfir ná. Þú elur mig Ísland. Þú elskar mig vina. Þökk sé þér móðir. Þökk sé þér mær. Og ég veit ég er, já, ég veit ég er, já, ég er núna kominn alla leið í paradís. Hvílík nánd með þér í paradís. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Karókímaraþonið í Norræna húsinu stóð sleitulaust frá klukkan þrjú í gær og til miðnættis. Þegar hafa safnast rúmlega 28 þúsund undirskriftir á vefinn Orkuaudlindir.is og heldur maraþonið áfram klukkan þrjú í dag. Skipuleggjendur vonast til þess að haldin verði samhliða karaókímót um allt land. Menn eru hvattir til að smella upp karaókígræjunum eða bara koma saman og syngja við undirleik. Nú þegar hefur verið ákveðið að halda karaókí- og orkuauðlindasamkomum á Akureyri, Bolungavík, Skagaströnd og Selfossi og óstaðfestar fregnir herma að söngsamkomur verði haldnar á Suðurnesjum, Stykkishólmi, á Höfn og á Egilsstöðum. Í tilefni af náttúruverndarvakningunni hefur tónlistarmaðurinn Steinn Kárason ákveðið að gefa lag sitt Paradís, sem er óður náttúruverndarsinna til Íslands. Lagið er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Steinn.is á meðan karókímaraþonið stendur yfir, eða þar til 35 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorunina um að halda náttúruauðlindum í almannaeigu. Guðmundur F. Benediktsson syngur lagið. Steinn semur sjálfur bæði lag og texta en textann má sjá hér að neðan. Paradís Ég man mitt Ísland, mitt ómfagra Ísland, þegar sólin skín um nótt og heitur hver gýs. Brosið þitt blíða, blóðbergið mitt fríða. Þínir ljósgullnu lokkar og laufguð er björk. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina ég nýt þín um nætur uns nýr dagur rís. Og ég hélt ég væri, já, ég hélt ég væri, ég hélt ég væri kominn hálfa leið í paradís. Hvílík nánd samt svo fjarri því. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina, þegar sólin skín um dag og ilmar græn jörð. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina þegar vont er veður og vindurinn hvín. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina þegar fönnin fýkur og frostið er kalt. Og mér finnst ég vera, já, mér finnst ég vera, mér finnst ég vera kominn alla leið í paradís. Hvílík nánd með þér í paradís. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina. Þegar nótt er niðdimm og norðurljós græn. Ég ann þér Ísland, ég ann þér vina. Þegar grassins dögg grætur og golan er hlý. Þú elur mig Ísland. Þú elskar mig vina. Þegar lífsgöngu líkur leggst torf yfir ná. Þú elur mig Ísland. Þú elskar mig vina. Þökk sé þér móðir. Þökk sé þér mær. Og ég veit ég er, já, ég veit ég er, já, ég er núna kominn alla leið í paradís. Hvílík nánd með þér í paradís.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira