Seldi ríkisbíl og hirti andvirðið sjálfur 5. febrúar 2011 00:01 Kviabryggja. Afdrif vörubíls í eigu Fangelsismálastofnunar, sem notaður var á Kvíabryggju, eru meðal atriða sem eru til rannsóknar vegna gruns um misferli fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins, Geirmundar Vilhjálmssonar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Fangelsismálastofnun tekið ákvörðun um að selja vörubílinn. Forstöðumaðurinn fyrrverandi tjáði fangelsismálayfirvöldum að bíllinn væri ónýtur og að hann yrði afskráður. Einhverjum mánuðum síðar kom upp úr kafinu að bíllinn hafði verið seldur fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur og að nafn forstöðumannsins var undir afsalinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að andvirði bílsins hafði runnið til hans. Ríkisendurskoðun tók málið til athugunar að beiðni Fangelsismálastofnunar og hefur nú lokið athugun á bókhaldi og fjárreiðum forstöðumannsins á tímabilinu janúar til október 2010. Samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar hafa verið keyptar vörur fyrir rúmlega 1,7 milljónir króna til fangelsisins á ofangreindu tímabili, sem ekki finnast þar. Á meðal þeirra vara sem teknar voru út en virðast óviðkomandi rekstri fangelsins er eldsneyti fyrir 750 þúsund krónur, hjólbarðar, rafgeymar, farsímar og bílavarahlutir. „Útgjöld þessi sýnast því ekki tengjast rekstri fangelsisins og er því nauðsynlegt að rannsaka fjárreiður þess nánar," segir í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjármálum fangelsisins. Auk meints fjármálamisferlis forstöðumannsins þótti fangelsismálayfirvöldum sýnt að ekki hefði verið farið í einu og öllu að reglum við stjórnun fangelsisins. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga höfðu verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Fangarnir höfðu tækin til umráða. Þau hafa verið fjarlægð af staðnum. Fangelsismálastofnun kærði forstöðumanninn til Ríkissaksóknara eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mánaða skeið. Forstöðumaðurinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári. Fangelsismálayfirvöld hafa kært forstöðumanninn til Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins í desember og stendur rannsóknin nú yfir. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Afdrif vörubíls í eigu Fangelsismálastofnunar, sem notaður var á Kvíabryggju, eru meðal atriða sem eru til rannsóknar vegna gruns um misferli fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins, Geirmundar Vilhjálmssonar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafði Fangelsismálastofnun tekið ákvörðun um að selja vörubílinn. Forstöðumaðurinn fyrrverandi tjáði fangelsismálayfirvöldum að bíllinn væri ónýtur og að hann yrði afskráður. Einhverjum mánuðum síðar kom upp úr kafinu að bíllinn hafði verið seldur fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur og að nafn forstöðumannsins var undir afsalinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að andvirði bílsins hafði runnið til hans. Ríkisendurskoðun tók málið til athugunar að beiðni Fangelsismálastofnunar og hefur nú lokið athugun á bókhaldi og fjárreiðum forstöðumannsins á tímabilinu janúar til október 2010. Samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar hafa verið keyptar vörur fyrir rúmlega 1,7 milljónir króna til fangelsisins á ofangreindu tímabili, sem ekki finnast þar. Á meðal þeirra vara sem teknar voru út en virðast óviðkomandi rekstri fangelsins er eldsneyti fyrir 750 þúsund krónur, hjólbarðar, rafgeymar, farsímar og bílavarahlutir. „Útgjöld þessi sýnast því ekki tengjast rekstri fangelsisins og er því nauðsynlegt að rannsaka fjárreiður þess nánar," segir í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjármálum fangelsisins. Auk meints fjármálamisferlis forstöðumannsins þótti fangelsismálayfirvöldum sýnt að ekki hefði verið farið í einu og öllu að reglum við stjórnun fangelsisins. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga höfðu verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Fangarnir höfðu tækin til umráða. Þau hafa verið fjarlægð af staðnum. Fangelsismálastofnun kærði forstöðumanninn til Ríkissaksóknara eftir að upp kom rökstuddur grunur um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út ýmsan varning í nafni fangelsisins til eigin nota, auk annars misferlis. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um nokkurra mánaða skeið. Forstöðumaðurinn var leystur frá störfum í nóvember á síðasta ári. Fangelsismálayfirvöld hafa kært forstöðumanninn til Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari fól Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frekari meðferð málsins í desember og stendur rannsóknin nú yfir.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira