Dýragjafir: Ól páskaunga upp í barnaherberginu 11. febrúar 2011 11:04 Litli unginn í pappakassanum varð fljótt að bústinni hænu Mynd úr safni „Minnisstæð er unga stúlkan sem fékk páskaunga að gjöf í gæludýraverslun og ól hann upp í pappakassa í herberginu sínu í Reykjavík. Henni þótti mjög vænt um hann. Unginn var orðinn að bústinni hænu eftir nokkra mánuði sem vappaði um íbúðina og verpti eggjum og dritaði á víð og dreif,sem sagt ekki stofuhæf. Þá leitaði stúlkan hjálpar, vildi koma vinunni sinni á lítið hænsabú, alls ekki á búravætt verksmiðjubú. Blessunarlega tókst það og stúlkan fékk hjálp frá foreldrum sínum við að flytja hænuna í ný heimkynni sem hentuðu henni betur." Þetta segir Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands í nýjum pistli á vef samtakanna um dýragjafir.Gríngjafir eða hrekkur „Alþekkt er að ýmis dýr séu gefin, trúleg oftast með góðum hug, en einnig sem eins konar grín eða jafnvel hrekkur og fíflaskapur. Með öðrum orðum þá kemur það því miður oft fyrir að ekki er litið á dýr sem lifandi tilfinningaverur heldur sem hluti og þá getur farið illa," segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að það sé mikil ábyrgð að gefa og þiggja dýr. „Venjulega eru dýrin færð eigandanum milliliðalaust, jafnvel mjög óvænt, þannig að móttakandinn veit ekki hvernig á að bregðast við. Nýlega var í fréttum greint frá hörmulegu máli erlendis þar sem lítill hvolpur var póstsendur í litlum, lokuðum kassa og var nær dauða en lífi þegar hann barst móttakandanum, óvænt," segir Ólafur.Vanrækt hross Til of mikils er ætlast að seljendur dýra geti alltaf séð fyrir hvort dýrin frá þeim fari á góða staði því að í framhaldinu ganga þau oft kaupum og sölum, sértaklega hross. Ólafur segir frá því að á ársfundi Norræna dýraverndarráðsins í Kaupmannahöfn í sumar sögðu sænsku fulltrúarnir að í Svíþjóð, sem flytur inn fjölda íslenskra hrossa ár hvert, væri áberandi hve mörg vanfóðrunar- og vanrækslumál varðandi hross tengdust íslenska hestinum. Það væri einkum vegna þess að þeir væru sagðir svo harðgerðir og hraustir að þeir þyrftu ekki reglubundið eftirlit og fóðrun að vetrinum eins og önnur hross. Þarna er greinilega þörf bættrar fræðslu og upplýsinga. Greinina má lesa í heild sinni á vef Dýraverndarsamtakanna með því að smella hér. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
„Minnisstæð er unga stúlkan sem fékk páskaunga að gjöf í gæludýraverslun og ól hann upp í pappakassa í herberginu sínu í Reykjavík. Henni þótti mjög vænt um hann. Unginn var orðinn að bústinni hænu eftir nokkra mánuði sem vappaði um íbúðina og verpti eggjum og dritaði á víð og dreif,sem sagt ekki stofuhæf. Þá leitaði stúlkan hjálpar, vildi koma vinunni sinni á lítið hænsabú, alls ekki á búravætt verksmiðjubú. Blessunarlega tókst það og stúlkan fékk hjálp frá foreldrum sínum við að flytja hænuna í ný heimkynni sem hentuðu henni betur." Þetta segir Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands í nýjum pistli á vef samtakanna um dýragjafir.Gríngjafir eða hrekkur „Alþekkt er að ýmis dýr séu gefin, trúleg oftast með góðum hug, en einnig sem eins konar grín eða jafnvel hrekkur og fíflaskapur. Með öðrum orðum þá kemur það því miður oft fyrir að ekki er litið á dýr sem lifandi tilfinningaverur heldur sem hluti og þá getur farið illa," segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að það sé mikil ábyrgð að gefa og þiggja dýr. „Venjulega eru dýrin færð eigandanum milliliðalaust, jafnvel mjög óvænt, þannig að móttakandinn veit ekki hvernig á að bregðast við. Nýlega var í fréttum greint frá hörmulegu máli erlendis þar sem lítill hvolpur var póstsendur í litlum, lokuðum kassa og var nær dauða en lífi þegar hann barst móttakandanum, óvænt," segir Ólafur.Vanrækt hross Til of mikils er ætlast að seljendur dýra geti alltaf séð fyrir hvort dýrin frá þeim fari á góða staði því að í framhaldinu ganga þau oft kaupum og sölum, sértaklega hross. Ólafur segir frá því að á ársfundi Norræna dýraverndarráðsins í Kaupmannahöfn í sumar sögðu sænsku fulltrúarnir að í Svíþjóð, sem flytur inn fjölda íslenskra hrossa ár hvert, væri áberandi hve mörg vanfóðrunar- og vanrækslumál varðandi hross tengdust íslenska hestinum. Það væri einkum vegna þess að þeir væru sagðir svo harðgerðir og hraustir að þeir þyrftu ekki reglubundið eftirlit og fóðrun að vetrinum eins og önnur hross. Þarna er greinilega þörf bættrar fræðslu og upplýsinga. Greinina má lesa í heild sinni á vef Dýraverndarsamtakanna með því að smella hér.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira