Möguleg skýring á kynbundnum launamun, ábending til forsætisráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. september 2011 06:00 Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 24. september sl. áhyggjum sínum af kynbundnum launamun hjá ríkinu. Vissulega ber að fagna því að ráðherra vilji beita sér í jafn mikilvægu máli og jafnrétti til launa. Hins vegar er það túlkunaratriði hvernig best verður ráðið við þennan landsins forna fjanda, sem kynbundinn launamunur er.Taxtar, svigrúm og aukagreiðslur Forsætisráðherra bendir á aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum sem mögulega rót vandans, enda leiti slíkar greiðslur í ríkari mæli til karla en kvenna. Bæði þessi úrræði, þ.e. að greiða umfram taxta og að fullnýta það svigrúm í stofnanasamningum sem gefst til að hækka laun, eru viðbrögð við kröfum um hærri laun en felast í lágmarksröðun samninga. Kjarasamningar, þar með talið sá hluti þeirra sem nefnist stofnanasamningur, kveða á um lágmarkskjör, en hvergi stendur skrifað að ekki megi greiða laun umfram samninga (nema að vísu hvað varðar tiltölulega nýlegt bann fjármálaráðuneytisins við því að greiða ríkisstarfsmönnum hærri laun en sem nemur grunntaxta forsætisráðherra). Rétt er að hafa það hugfast að laun samkvæmt taxta eru almennt mjög lág hjá ríkinu miðað við almennan vinnumarkað og að almennt er ríkið vinnustaður kvenna umfram karla. Því væri það í mínum huga fyrsta mál á dagskrá hjá ríkinu, sem aðgerð til höfuðs kynbundnum launamun, að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem þar ríkir. Það er komið nóg af því að jafna kjörin niður á við, tími til kominn að jafna þau upp. Verðmætamat málaflokka Launamunur kynjanna hjá ríkinu tengist náið launamun milli málaflokka, en það er staðreynd að laun eru almennt hærri á þeim sviðum ríkisrekstrar sem lúta að framkvæmdum en félags-, heilbrigðis- og menntamálum. Forsætisráðherra bendir á þetta í viðtalinu og lýsir yfir vilja til að leiðrétta þessa stöðu. Það er kominn tími til að hækka launaviðmið í „mannlegu" geirunum, þannig að hægt sé að segja að umönnun sjúkra verði jafnverðmæt og umsýsla fjár svo klassískt dæmi sé tekið.Samkeppnislaun Karlar í starfi hjá ríkinu tilheyra oftar en konurnar stéttum sem starfa jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, þeir eru með öðrum orðum oftar í samkeppnisstöðu hvað varðar störf og laun. Sá sem getur gengið í betur launað starf á almennum markaði hefur jafnan meira vogarafl til að sækja sér aukagreiðslur en hinn sem eingöngu á þess kost að starfa á vettvangi hins opinbera. Aukagreiðslur og svigrúm í stofnanasamningum þyrfti síður að nota ef laun væru almennt metin hærra í grunninn.Kynbundnar launalækkanir Forsætisráðherra virðist í umræddu viðtali vonsvikin með árangur af launalækkunum ríkisins í kjölfar hrunsins, sem „var talið að ... myndu bitna meira á körlum en konum". Eins virðist hún telja það vandamál að þær launalækkanir séu nú „að einhverju leyti að ganga til baka". Það hlýtur að teljast varasöm aðferð að beita kynbundnum launalækkunum til að jafna kjör, þótt einhver gæti haldið því fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Bandalag háskólamanna leggst gegn aðgerðum sem framkalla eiga kynbundna launalækkun, enda ekki á það bætandi að lækka laun hjá ríkinu. Horfumst frekar í augu við það að laun ríkisstarfsmanna eru of lág og að ríkið er ekki samkeppnishæft um starfsfólk nema með því að deila út allra handa sporslum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun