Þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að stöðva drukkið fólk 10. janúar 2011 19:21 Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þá ábyrgð hvíla á herðum einstaklinga að meta hvort þeir séu hæfir til að setjast undir stýri, en sömuleiðis annarra viðstaddra. Þannig sé þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að reyna að hindra að drukkið fólk keyri ölvað. Fyrir helgi var í fréttum Stöðvar 2 sagt frá rúmlega tvítugri stúlku sem játaði nýlega á sig ölvunarakstur við Galtalæk í sumar. Hún var sektuð og missti prófið í hálft ár. Stúlkan er ósátt við niðurstöðuna því hún kveðst hafa fengið að blása í áfengismæli hjá lögreglu í Galtalæk, sem hafi gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tvö vitni staðfesta þennan framburð. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir einstaklinga bera ábyrgð á að meta eigin ölvun. Raunar nái slík ábyrgð til vitna í ákveðnum starfsstéttum. Í umferðarlögum segir beinlínis að þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis beri þeim að reyna að hindra hann í því að aka með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart. Sinni þjónn ekki þeirri skyldu er hægt að sekta hann. Sama gildir um bensínafgreiðslumenn - sem mega aukinheldur ekki að selja ökumanni eldsneyti, ef hann er augljóslega undir áhrifum. En er þá áfengismælum lögreglu á útihátíðum ekki treystandi? „Ábyrgðin er alltaf ökumannsins og ég held, þó að ég vilji nú ekki tjá mig um þetta tiltekna mál þar sem ég þekki það ekki í þaula, að það sé auðvitað besta reglan að menn standi fullkomlega sjálfir klárir á því hversu vel þeir eru á sig komnir til að fara út að keyra. Það á ekkert að taka neinar áhættur í þeim efnum," segir Einar Magnús. Tengdar fréttir Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þá ábyrgð hvíla á herðum einstaklinga að meta hvort þeir séu hæfir til að setjast undir stýri, en sömuleiðis annarra viðstaddra. Þannig sé þjónum og bensínafgreiðslumönnum skylt að reyna að hindra að drukkið fólk keyri ölvað. Fyrir helgi var í fréttum Stöðvar 2 sagt frá rúmlega tvítugri stúlku sem játaði nýlega á sig ölvunarakstur við Galtalæk í sumar. Hún var sektuð og missti prófið í hálft ár. Stúlkan er ósátt við niðurstöðuna því hún kveðst hafa fengið að blása í áfengismæli hjá lögreglu í Galtalæk, sem hafi gefið henni grænt ljós á að setjast undir stýri. Tvö vitni staðfesta þennan framburð. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir einstaklinga bera ábyrgð á að meta eigin ölvun. Raunar nái slík ábyrgð til vitna í ákveðnum starfsstéttum. Í umferðarlögum segir beinlínis að þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis beri þeim að reyna að hindra hann í því að aka með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart. Sinni þjónn ekki þeirri skyldu er hægt að sekta hann. Sama gildir um bensínafgreiðslumenn - sem mega aukinheldur ekki að selja ökumanni eldsneyti, ef hann er augljóslega undir áhrifum. En er þá áfengismælum lögreglu á útihátíðum ekki treystandi? „Ábyrgðin er alltaf ökumannsins og ég held, þó að ég vilji nú ekki tjá mig um þetta tiltekna mál þar sem ég þekki það ekki í þaula, að það sé auðvitað besta reglan að menn standi fullkomlega sjálfir klárir á því hversu vel þeir eru á sig komnir til að fara út að keyra. Það á ekkert að taka neinar áhættur í þeim efnum," segir Einar Magnús.
Tengdar fréttir Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Ótryggir áfengismælar Rúmlega tvítug stúlka var dæmd fyrir ölvunarakstur í Héraðsdómi Suðurlands skömmu fyrir jól - þrátt fyrir að hafa blásið í áfengismæli hjá lögreglu og fengið grænt ljós á að setjast undir stýri, samkvæmt vitnisburði stúlkunnar og tveggja gæslumanna á tónleikasvæði í Galtalæk í sumar. Lögreglan á Hvolsvelli segir slík áfengispróf ekki fullkomin. 6. janúar 2011 19:28