Sparneytnir bílar í sókn 10. febrúar 2011 21:00 Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira