Sparneytnir bílar í sókn 10. febrúar 2011 21:00 Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira