Innlent

Rok í Reykjavík: Um 25 útköll í dag

Elvar Steinn Þorvaldsson er á meðal þeirra fimmtíu björgunarsveitamanna sem hafa sinnt útköllum í borginni í dag.
Elvar Steinn Þorvaldsson er á meðal þeirra fimmtíu björgunarsveitamanna sem hafa sinnt útköllum í borginni í dag. MYND/Vilhelm
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 25 útköllum vegna hvassviðrisins á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir segir að björgunarstörf hafi gengið vel og er flestum útköllum lokið. Veðrið virðist vera að ganga niður í borginni. Mesta hrinan kom upp úr hádegi og þá komu margar tilkynningar um hluti að fjúka og þakplötur sem voru að losna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×