Erlent

Nokia kynnir Lumia 800

Nokia kynnti í dag nýja línu snjallsíma. Finnski símaframleiðandinn berst við Apple og Samsung um yfirráð á farsímamarkaðinum og er nýju símunum ætlað að berjast við iPhone 4S og nýjasta síma Samsung, Galaxy S II.

Lumia 800 er nýjasta stolt Nokia en hann er byggður á fyrri týpu fyrirtækisins, Nokia N9. Fyrstu viðbrögð við Lumia 800 er afar jákvæð og er útliti og hönnum símans fagnað. Myndavél símans er einnig afar góð en hún er 8 megapixlar og með Carl-Zeiss linsu.

Lumia 800 kemur í þrem litum, svörtum, bláum og blárauðum.

Stephen Elop, forstjóri Nokia, sagði að nýju símarnir séu þeir fyrstu sem noti stýrikerfi Windows fyrir alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×