Vorum oft hrædd um þá 26. október 2011 15:30 Magnea með Bjarka Leó og Finnur með Bjart Elí. Þeir eru hressir drengir og hefur ekki orðið meint af fimmtán vikna dvöl á vökudeild í upphafi lífsins. Fréttablaðið/GVA Magnea Þórey Hilmarsdóttir og Finnur Bjarki Tryggvason áttu saman tvö börn, Hilmar nítján ára og Andreu fimmtán ára, þegar þau ákváðu að eignast eitt til viðbótar. „Til að hafa eitthvað að gera," eins og Magnea orðar það glettin. Í stað eins fengu þau tvo litla gleðigjafa, þá Bjarka Leó og Bjart Elí, sem komu í heiminn í janúar síðastliðnum. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Þeir áttu að koma í heiminn um miðjan apríl en í byrjun janúar kom í ljós að næring í gegnum naflastreng var farin að skerðast til annars tvíburans," útskýrir Finnur. Í framhaldi var ákveðið að fylgjast með en strax í næstu skoðun var ljóst að Magnea þyrfti að fara í keisaraskurð. „Það náðist að gefa mér sterasprautur til að hjálpa til við lungnaþroska og blóðþrýsting strákanna," segir Magnea sem situr með sprækan Bjarka Leó í fanginu á heimili móður hennar í Mosfellsbænum. Þau Finnur búa á Hvolsvelli en koma reglulega í bæinn í eftirlit með strákana. Bjartur litli liggur hjá pabba sínum, töluvert minni en eineggja bróðir hans en samt afar líflegur að sjá eins og vera ber hjá heilbrigðum dreng. „Það munaði ekki nema 200 grömmum á þeim við fæðingu en Bjartur hefur átt aðeins erfiðara og hefur því þroskast hægar," útskýrir Magnea. Þau Finnur höfðu fengið að kynnast starfi vökudeildar aðeins áður en kom að keisaraskurðinum enda vissu þau að hún yrði heimili þeirra næstu mánuði. „Drengirnir okkar héldu læknunum alveg á tánum," segir Finnur, en eins og þau höfðu verið vöruð við gekk tilveran út á að fara eitt skref fram og tvö aftur. „Þeir fóru báðir í stóra aðgerð þar sem fósturæðin lokaðist ekki. Síðan fengu þeir ýmsar sýkingar og veiktust á víxl," lýsir hann og bætir við, „maður var oft skíthræddur." Þau Magnea dvöldu mikið á spítalanum en fengu til umráða íbúð Barnaspítalans í Eskihlíð. „Það bjargaði okkur alveg," segja þau, en að fimmtán viknum liðnum fengu bræðurnir að koma heim. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af. „Þegar við fórum í síðustu skoðun sagði læknirinn þeirra við mig að nú væru þeir orðnir venjulegir drengir," segir Magnea og kjassar Bjarka. Drengina nefndu þau strax og þeir fæddust en þeir voru skírðir í sumar um leið og Magnea og Finnur giftu sig. „Okkur fannst þá ekki koma annað til greina en að afþakka brúðkaupsgjafir og biðja gesti að gefa í styrktarsjóð fyrir vökudeildina," segir Magnea. „Það sló okkur á deildinni að í þessu flotta húsnæði voru langflest tækin merkt gjafir," segir Finnur, en þau hjónin dást einlæglega að Kvenfélaginu Hringnum. Brúðkaupsgestirnir tóku við sér og nægilegt fé safnaðist til að kaupa tólf hægindastóla og kerru með lúxusstól. „Gjöfina keyptum við í samráði við starfsmenn vökudeildarinnar," útskýrir Finnur. Magnea og Finnur eru sammála um að starfsfólk vökudeildarinnar sé til fyrirmyndar. „Þau tóku afar vel utan um okkur og gáfu mikið af sér," segir Finnur. „Við kynntumst starfsfólkinu vel og meira að segja reddaði Helga hjúkrunarkona okkur í sumar þegar hún kom austur og passaði strákana þegar við giftum okkur," segir Magnea glaðlega. Fjölskyldan hefur ekki alveg sagt skilið við vökudeildina. „Við komum alltaf á vökudeildina ef við eigum leið um. Það er líka gott fyrir foreldra sem eru að ganga í gegnum þessa hluti að sjá börn sem hafa komist í gegnum ferlið og eru heilbrigð," segir Finnur. solveig@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Magnea Þórey Hilmarsdóttir og Finnur Bjarki Tryggvason áttu saman tvö börn, Hilmar nítján ára og Andreu fimmtán ára, þegar þau ákváðu að eignast eitt til viðbótar. „Til að hafa eitthvað að gera," eins og Magnea orðar það glettin. Í stað eins fengu þau tvo litla gleðigjafa, þá Bjarka Leó og Bjart Elí, sem komu í heiminn í janúar síðastliðnum. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Þeir áttu að koma í heiminn um miðjan apríl en í byrjun janúar kom í ljós að næring í gegnum naflastreng var farin að skerðast til annars tvíburans," útskýrir Finnur. Í framhaldi var ákveðið að fylgjast með en strax í næstu skoðun var ljóst að Magnea þyrfti að fara í keisaraskurð. „Það náðist að gefa mér sterasprautur til að hjálpa til við lungnaþroska og blóðþrýsting strákanna," segir Magnea sem situr með sprækan Bjarka Leó í fanginu á heimili móður hennar í Mosfellsbænum. Þau Finnur búa á Hvolsvelli en koma reglulega í bæinn í eftirlit með strákana. Bjartur litli liggur hjá pabba sínum, töluvert minni en eineggja bróðir hans en samt afar líflegur að sjá eins og vera ber hjá heilbrigðum dreng. „Það munaði ekki nema 200 grömmum á þeim við fæðingu en Bjartur hefur átt aðeins erfiðara og hefur því þroskast hægar," útskýrir Magnea. Þau Finnur höfðu fengið að kynnast starfi vökudeildar aðeins áður en kom að keisaraskurðinum enda vissu þau að hún yrði heimili þeirra næstu mánuði. „Drengirnir okkar héldu læknunum alveg á tánum," segir Finnur, en eins og þau höfðu verið vöruð við gekk tilveran út á að fara eitt skref fram og tvö aftur. „Þeir fóru báðir í stóra aðgerð þar sem fósturæðin lokaðist ekki. Síðan fengu þeir ýmsar sýkingar og veiktust á víxl," lýsir hann og bætir við, „maður var oft skíthræddur." Þau Magnea dvöldu mikið á spítalanum en fengu til umráða íbúð Barnaspítalans í Eskihlíð. „Það bjargaði okkur alveg," segja þau, en að fimmtán viknum liðnum fengu bræðurnir að koma heim. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af. „Þegar við fórum í síðustu skoðun sagði læknirinn þeirra við mig að nú væru þeir orðnir venjulegir drengir," segir Magnea og kjassar Bjarka. Drengina nefndu þau strax og þeir fæddust en þeir voru skírðir í sumar um leið og Magnea og Finnur giftu sig. „Okkur fannst þá ekki koma annað til greina en að afþakka brúðkaupsgjafir og biðja gesti að gefa í styrktarsjóð fyrir vökudeildina," segir Magnea. „Það sló okkur á deildinni að í þessu flotta húsnæði voru langflest tækin merkt gjafir," segir Finnur, en þau hjónin dást einlæglega að Kvenfélaginu Hringnum. Brúðkaupsgestirnir tóku við sér og nægilegt fé safnaðist til að kaupa tólf hægindastóla og kerru með lúxusstól. „Gjöfina keyptum við í samráði við starfsmenn vökudeildarinnar," útskýrir Finnur. Magnea og Finnur eru sammála um að starfsfólk vökudeildarinnar sé til fyrirmyndar. „Þau tóku afar vel utan um okkur og gáfu mikið af sér," segir Finnur. „Við kynntumst starfsfólkinu vel og meira að segja reddaði Helga hjúkrunarkona okkur í sumar þegar hún kom austur og passaði strákana þegar við giftum okkur," segir Magnea glaðlega. Fjölskyldan hefur ekki alveg sagt skilið við vökudeildina. „Við komum alltaf á vökudeildina ef við eigum leið um. Það er líka gott fyrir foreldra sem eru að ganga í gegnum þessa hluti að sjá börn sem hafa komist í gegnum ferlið og eru heilbrigð," segir Finnur. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira