Þak á verðtrygginguna? Agnar Tómas Möller skrifar 26. október 2011 09:49 Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun