Þak á verðtrygginguna? Agnar Tómas Möller skrifar 26. október 2011 09:49 Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun