Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar 26. október 2011 06:00 Þjóðir sem ætla sér að verja velferðarsamfélagið hafa áttað sig á því að aflvélin í samfélagi framtíðarinnar verður tækni- og hugverkaiðnaðurinn sem drifinn er áfram af iðn-, tækni- og raungreinamenntuðu fólki. Þessi iðnaður byggir mestmegnis á hugviti og minna á þverrandi náttúruauðlindum og er því í eðli sínu bæði sjálfbær og umhverfisvænn. Við Íslendingar verðum að skilja að við getum ekki nema að litlu leyti skapað þær þúsundir sjálfbærra starfa sem þörf er á næstu árum nema með öflugri uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðar. Tækni- og hugverkafyrirtækin standa nú fyrir um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapa um 10.000 störf. Iðnaðurinn fer ört stækkandi en ekki er ólíklegt að hann vaxi núna um 10-30% á milli ára. Staðan er því miður þannig að vöxtur þessara fyrirtækja fer að mestu fram erlendis. Ein helsta ástæðan er skortur á tæknimenntuðu fólki. Það vantar sárlega til starfa forritara og hugbúnaðarfólk, véla- og rafmagnsverkfræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga, rafeindavirkja, kerfisfræðinga, vélfræðinga og svo mætti lengi telja. Við þurfum því öll, stjórnmálamenn, menntayfirvöld, skólar og atvinnulíf að vinna markvisst að því að beina unga fólkinu okkar í það nám sem atvinnulífið kallar eftir ef viljum tryggja þau lífsgæði sem Íslendingar sækjast eftir. Skólakerfið þarf að kveikja áhuga á þeim grunnfögum sem nauðsynleg eru til að ná árangri í þessu námi og atvinnulífið verður að taka vel á móti þeim með spennandi atvinnutækifærum. Við Íslendingar eigum erfitt með að hugsa langt fram í tímann, átaksverkefni til skemmri tíma falla betur að okkar eðli. Flókið og margbreytilegt samfélag nútímans krefst þess hins vegar að við horfum til framtíðar og skipuleggjum okkur til langs tíma með skýrri atvinnu- mennta- og velferðastefnu. Samstaða um sameiginlega framtíðarsýn kemur til með að verða það afl sem við þurfum á að halda til að vinna okkur áfram. Tökumst á við framtíðina því hún er svo ótrúlega björt ef okkur lánast að vinna þétt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þjóðir sem ætla sér að verja velferðarsamfélagið hafa áttað sig á því að aflvélin í samfélagi framtíðarinnar verður tækni- og hugverkaiðnaðurinn sem drifinn er áfram af iðn-, tækni- og raungreinamenntuðu fólki. Þessi iðnaður byggir mestmegnis á hugviti og minna á þverrandi náttúruauðlindum og er því í eðli sínu bæði sjálfbær og umhverfisvænn. Við Íslendingar verðum að skilja að við getum ekki nema að litlu leyti skapað þær þúsundir sjálfbærra starfa sem þörf er á næstu árum nema með öflugri uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðar. Tækni- og hugverkafyrirtækin standa nú fyrir um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapa um 10.000 störf. Iðnaðurinn fer ört stækkandi en ekki er ólíklegt að hann vaxi núna um 10-30% á milli ára. Staðan er því miður þannig að vöxtur þessara fyrirtækja fer að mestu fram erlendis. Ein helsta ástæðan er skortur á tæknimenntuðu fólki. Það vantar sárlega til starfa forritara og hugbúnaðarfólk, véla- og rafmagnsverkfræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga, rafeindavirkja, kerfisfræðinga, vélfræðinga og svo mætti lengi telja. Við þurfum því öll, stjórnmálamenn, menntayfirvöld, skólar og atvinnulíf að vinna markvisst að því að beina unga fólkinu okkar í það nám sem atvinnulífið kallar eftir ef viljum tryggja þau lífsgæði sem Íslendingar sækjast eftir. Skólakerfið þarf að kveikja áhuga á þeim grunnfögum sem nauðsynleg eru til að ná árangri í þessu námi og atvinnulífið verður að taka vel á móti þeim með spennandi atvinnutækifærum. Við Íslendingar eigum erfitt með að hugsa langt fram í tímann, átaksverkefni til skemmri tíma falla betur að okkar eðli. Flókið og margbreytilegt samfélag nútímans krefst þess hins vegar að við horfum til framtíðar og skipuleggjum okkur til langs tíma með skýrri atvinnu- mennta- og velferðastefnu. Samstaða um sameiginlega framtíðarsýn kemur til með að verða það afl sem við þurfum á að halda til að vinna okkur áfram. Tökumst á við framtíðina því hún er svo ótrúlega björt ef okkur lánast að vinna þétt saman.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar