Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar 26. október 2011 06:00 Þjóðir sem ætla sér að verja velferðarsamfélagið hafa áttað sig á því að aflvélin í samfélagi framtíðarinnar verður tækni- og hugverkaiðnaðurinn sem drifinn er áfram af iðn-, tækni- og raungreinamenntuðu fólki. Þessi iðnaður byggir mestmegnis á hugviti og minna á þverrandi náttúruauðlindum og er því í eðli sínu bæði sjálfbær og umhverfisvænn. Við Íslendingar verðum að skilja að við getum ekki nema að litlu leyti skapað þær þúsundir sjálfbærra starfa sem þörf er á næstu árum nema með öflugri uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðar. Tækni- og hugverkafyrirtækin standa nú fyrir um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapa um 10.000 störf. Iðnaðurinn fer ört stækkandi en ekki er ólíklegt að hann vaxi núna um 10-30% á milli ára. Staðan er því miður þannig að vöxtur þessara fyrirtækja fer að mestu fram erlendis. Ein helsta ástæðan er skortur á tæknimenntuðu fólki. Það vantar sárlega til starfa forritara og hugbúnaðarfólk, véla- og rafmagnsverkfræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga, rafeindavirkja, kerfisfræðinga, vélfræðinga og svo mætti lengi telja. Við þurfum því öll, stjórnmálamenn, menntayfirvöld, skólar og atvinnulíf að vinna markvisst að því að beina unga fólkinu okkar í það nám sem atvinnulífið kallar eftir ef viljum tryggja þau lífsgæði sem Íslendingar sækjast eftir. Skólakerfið þarf að kveikja áhuga á þeim grunnfögum sem nauðsynleg eru til að ná árangri í þessu námi og atvinnulífið verður að taka vel á móti þeim með spennandi atvinnutækifærum. Við Íslendingar eigum erfitt með að hugsa langt fram í tímann, átaksverkefni til skemmri tíma falla betur að okkar eðli. Flókið og margbreytilegt samfélag nútímans krefst þess hins vegar að við horfum til framtíðar og skipuleggjum okkur til langs tíma með skýrri atvinnu- mennta- og velferðastefnu. Samstaða um sameiginlega framtíðarsýn kemur til með að verða það afl sem við þurfum á að halda til að vinna okkur áfram. Tökumst á við framtíðina því hún er svo ótrúlega björt ef okkur lánast að vinna þétt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Sjá meira
Þjóðir sem ætla sér að verja velferðarsamfélagið hafa áttað sig á því að aflvélin í samfélagi framtíðarinnar verður tækni- og hugverkaiðnaðurinn sem drifinn er áfram af iðn-, tækni- og raungreinamenntuðu fólki. Þessi iðnaður byggir mestmegnis á hugviti og minna á þverrandi náttúruauðlindum og er því í eðli sínu bæði sjálfbær og umhverfisvænn. Við Íslendingar verðum að skilja að við getum ekki nema að litlu leyti skapað þær þúsundir sjálfbærra starfa sem þörf er á næstu árum nema með öflugri uppbyggingu tækni- og hugverkaiðnaðar. Tækni- og hugverkafyrirtækin standa nú fyrir um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapa um 10.000 störf. Iðnaðurinn fer ört stækkandi en ekki er ólíklegt að hann vaxi núna um 10-30% á milli ára. Staðan er því miður þannig að vöxtur þessara fyrirtækja fer að mestu fram erlendis. Ein helsta ástæðan er skortur á tæknimenntuðu fólki. Það vantar sárlega til starfa forritara og hugbúnaðarfólk, véla- og rafmagnsverkfræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga, rafeindavirkja, kerfisfræðinga, vélfræðinga og svo mætti lengi telja. Við þurfum því öll, stjórnmálamenn, menntayfirvöld, skólar og atvinnulíf að vinna markvisst að því að beina unga fólkinu okkar í það nám sem atvinnulífið kallar eftir ef viljum tryggja þau lífsgæði sem Íslendingar sækjast eftir. Skólakerfið þarf að kveikja áhuga á þeim grunnfögum sem nauðsynleg eru til að ná árangri í þessu námi og atvinnulífið verður að taka vel á móti þeim með spennandi atvinnutækifærum. Við Íslendingar eigum erfitt með að hugsa langt fram í tímann, átaksverkefni til skemmri tíma falla betur að okkar eðli. Flókið og margbreytilegt samfélag nútímans krefst þess hins vegar að við horfum til framtíðar og skipuleggjum okkur til langs tíma með skýrri atvinnu- mennta- og velferðastefnu. Samstaða um sameiginlega framtíðarsýn kemur til með að verða það afl sem við þurfum á að halda til að vinna okkur áfram. Tökumst á við framtíðina því hún er svo ótrúlega björt ef okkur lánast að vinna þétt saman.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun