Kópavogur verður ekki að borg - tillagan féll á jöfnu Boði Logason skrifar 14. september 2011 09:39 Hamraborgin er í Kópavogsbæ. Mynd úr safni „Ég vildi athuga hvort það væru einhverjir kostir eða gallar í þessu og taldi að þetta væri bara góð umræða fyrir Kópavog," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bænum, sem bar upp þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að breyta bænum í borg. Bærinn yrði því ekki lengur Kópavogsbær heldur Kópavogsborg. Tillagan féll á jöfnu, þar sem þrír fulltrúar Samfylkingar, fulltrúi VG og fulltrúi Y-listans greiddu atkvæði gegn henni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi Framsóknarflokks og fulltrúi Næst besta flokksins greiddu atkvæði með tillögunni. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Ómar segir að það sé ekki neikvætt fyrir Kópavog að verða að borg. „Það er enginn munur - þetta yrði bara jákvæð athygli sem Kópavogur fengi. Ég er alveg viss um að víða um heim eru til margar borgir sem eru fámennari en Kópavogur," segir Ómar en rúmlega 30 þúsund manns búa í bænum.Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogsbæ.Mynd úr safniOg hann segir það vissulega vonbrigði að tillagan hafi ekki náð í gegn. „Ég er sérstaklega sár út í Ármann félaga minn (Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins), að hann skyldi sitja hjá í þessu því þetta fól einungis í sér athugun en ég erfi það ekkert við hann," segir hann. „En vissulega er ég svekktur, mér finnst þetta bara jákvætt og skemmtilegt." Af því að tillagan féll á jöfnu mun ekkert verða úr því að Kópavogur verður að borg. „Ég ætla ekki að fara kæra þetta til innanríkisráðuneytisins," segir Ómar kíminn að lokum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira
„Ég vildi athuga hvort það væru einhverjir kostir eða gallar í þessu og taldi að þetta væri bara góð umræða fyrir Kópavog," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bænum, sem bar upp þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að breyta bænum í borg. Bærinn yrði því ekki lengur Kópavogsbær heldur Kópavogsborg. Tillagan féll á jöfnu, þar sem þrír fulltrúar Samfylkingar, fulltrúi VG og fulltrúi Y-listans greiddu atkvæði gegn henni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi Framsóknarflokks og fulltrúi Næst besta flokksins greiddu atkvæði með tillögunni. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Ómar segir að það sé ekki neikvætt fyrir Kópavog að verða að borg. „Það er enginn munur - þetta yrði bara jákvæð athygli sem Kópavogur fengi. Ég er alveg viss um að víða um heim eru til margar borgir sem eru fámennari en Kópavogur," segir Ómar en rúmlega 30 þúsund manns búa í bænum.Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogsbæ.Mynd úr safniOg hann segir það vissulega vonbrigði að tillagan hafi ekki náð í gegn. „Ég er sérstaklega sár út í Ármann félaga minn (Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins), að hann skyldi sitja hjá í þessu því þetta fól einungis í sér athugun en ég erfi það ekkert við hann," segir hann. „En vissulega er ég svekktur, mér finnst þetta bara jákvætt og skemmtilegt." Af því að tillagan féll á jöfnu mun ekkert verða úr því að Kópavogur verður að borg. „Ég ætla ekki að fara kæra þetta til innanríkisráðuneytisins," segir Ómar kíminn að lokum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Sjá meira