REI-athugun tafin í tvö ár 19. janúar 2011 06:00 Umboðsmaður Alþingis sendi borgarstjórn Reykjavíkur bréf um áramót þar sem hann krefst svara við því „hvort teknar hafi verið einhverjar ákvarðanir eða gripið til einhverra viðbragða sem eru til þess fallin að koma í veg fyrir að sú staða sem kom upp í [REI-málinu] endurtaki sig.“ Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, tók REI-málið til athugunar haustið 2007, eftir að harðvítug átök höfðu staðið um það í borgarstjórn. Málið snerist um samruna félagsins Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélags Orkuveitunnar (OR), við Geysi Green Energy, sem var í meirihlutaeigu FL Group og Glitnis, og leiddi til mesta upplausnarástands í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Tryggvi sendi í tvígang út spurningalista vegna málsins; tólf spurningar til allra eigenda OR í október 2007 og sex spurningar til borgarstjórnar í lok febrúar 2008 sem að stórum hluta snerust um aðkomu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þá borgarstjóra, að málinu. Spurningunum var svarað, meðal annars með þeim orðum að til stæði að endurskoða regluverkið til fyrirbyggja að svona nokkuð gæti endurtekið sig. Í samræmi við starfsvenju ákvað hann að bíða með að ljúka athuguninni til að gefa stjórnvöldum færi á að ráðast í nauðsynlegar breytingar. Í desember 2008 sendi hann svo enn bréf á borgarstjórn og spurðist fyrir um hvað málinu liði. Enn virtist sú staða vera uppi að vafi léki á um hvort OR starfaði á sviði einkaréttar eða opinberrar stjórnsýslu. Ekkert hefði því breyst. Því bréfi var svarað 5. mars 2009, efnislega á þann veg að vinnan stæði enn yfir. „Nú eru liðnir tæplega 22 mánuðir frá bréfi borgarstjóra Reykjavíkurborgar til mín,“ skrifar Tryggvi í nýjasta bréfi sínu. Á fundi sem hann átti af öðru tilefni með borgarráði 18. nóvember hafi aftur komið fram að vinnan stæði enn yfir. Nú vill umboðsmaður sem áður segir vita hvort eitthvað hafi gerst í málinu á þessum 22 mánuðum. Hann óskar eftir að svar við því berist fyrir 2. febrúar. - sh Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi borgarstjórn Reykjavíkur bréf um áramót þar sem hann krefst svara við því „hvort teknar hafi verið einhverjar ákvarðanir eða gripið til einhverra viðbragða sem eru til þess fallin að koma í veg fyrir að sú staða sem kom upp í [REI-málinu] endurtaki sig.“ Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, tók REI-málið til athugunar haustið 2007, eftir að harðvítug átök höfðu staðið um það í borgarstjórn. Málið snerist um samruna félagsins Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélags Orkuveitunnar (OR), við Geysi Green Energy, sem var í meirihlutaeigu FL Group og Glitnis, og leiddi til mesta upplausnarástands í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Tryggvi sendi í tvígang út spurningalista vegna málsins; tólf spurningar til allra eigenda OR í október 2007 og sex spurningar til borgarstjórnar í lok febrúar 2008 sem að stórum hluta snerust um aðkomu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þá borgarstjóra, að málinu. Spurningunum var svarað, meðal annars með þeim orðum að til stæði að endurskoða regluverkið til fyrirbyggja að svona nokkuð gæti endurtekið sig. Í samræmi við starfsvenju ákvað hann að bíða með að ljúka athuguninni til að gefa stjórnvöldum færi á að ráðast í nauðsynlegar breytingar. Í desember 2008 sendi hann svo enn bréf á borgarstjórn og spurðist fyrir um hvað málinu liði. Enn virtist sú staða vera uppi að vafi léki á um hvort OR starfaði á sviði einkaréttar eða opinberrar stjórnsýslu. Ekkert hefði því breyst. Því bréfi var svarað 5. mars 2009, efnislega á þann veg að vinnan stæði enn yfir. „Nú eru liðnir tæplega 22 mánuðir frá bréfi borgarstjóra Reykjavíkurborgar til mín,“ skrifar Tryggvi í nýjasta bréfi sínu. Á fundi sem hann átti af öðru tilefni með borgarráði 18. nóvember hafi aftur komið fram að vinnan stæði enn yfir. Nú vill umboðsmaður sem áður segir vita hvort eitthvað hafi gerst í málinu á þessum 22 mánuðum. Hann óskar eftir að svar við því berist fyrir 2. febrúar. - sh
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira