Afar mikið af hval, hnísum og háhyrningum hefur verið í Grundarfirði í gær og í dag. Hafnarvörðurinn segir ekki færri en 20 hvali hafi verið við bryggjuna í dag.
Á vef Skessuhorns er rætt við Hafstein Garðarson, hafnarvörð í Grundarfirði.
„Ég taldi um tuttugu hvali hérna við bryggjuna í gær og þeir eru ekki færri í dag." Haft er eftir honum í viðtalinu að fjörðurinn sé allur að fyllast af hval, hnísum og háhyrningum. Þar sé auk þess allt morandi í síld. Hvalirnir hafa því nóg æti í firðinum sæki af þeim sökum svo nálægt landi.
Tómas Freyr Kristjánsson áhugaljósmyndari sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis myndirnar sem fylgja þessari frétt.
