Svar: Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó Balema Alou skrifar 15. september 2011 06:00 Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, „Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó" varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. Karlmenn sem gera ekki neittAnna Svava fullyrðir að karlmenn í Tógó geri ekki neitt. Til að koma með slíkar fullyrðingar þarf hún að þekkja Tógó betur. Tógó, eins og öll önnur lönd Afríku, er karlaveldi. Til þess að geta ráðið yfir konum verða karlmenn að vera sá sem sér um að koma með mat og pening inn á heimilið. Þeir sem ekki eiga konu verða að sýna fram á að þeir hafi burði til þess ef þeir vilja eiga möguleika á því að giftast. Karlmenn í Tógó eru því undir gífurlegu álagi að standa sig til að geta eignast fjölskyldu, konu og börn. 85% karlmanna í Tógó vinna við landbúnað. 80-90% starfsmanna í opinberum geira og einkageira eru karlmenn. Störf tengd landbúnaði eru fyrst og fremst á ábyrgð karlmanna og konur aðstoða þá ef þær geta. Hlutverk kvenna er að sjá um heimilisstörfin, sinna börnunum og stundum að selja vörur til að láta enda ná saman. Þetta þýðir hins vegar ekki að karlmennirnir sitji aðgerðalausir á meðan. Í Tógó eru karlmenn dæmdir eftir því hversu góðir eða duglegir þeir eru að vinna landbúnaðarstörfin. Þeir sem ekki vilja vinna við landbúnað flýja þorpin í von um betra líf í höfuðborginni Lómé, þar sem atvinnuleysi er ákaflega mikið. Í Tógó er þetta oft aðeins fyrsta skrefið á leiðinni til Vesturlanda, þegar fólk neyðist til að horfast í augu við atvinnuleysið. Gangandi lottómiðiAnna Svava segir í grein sinni eftirfarandi: „Nauts, hérna kemur gangandi rík hvít kona. Ég tapa nú ekkert á því að reyna við hana. Kannski vill hún mig og svo giftum við okkur og þá fæ ég vegabréfsáritun og ég get flutt burt. Ég læt reyna á það!" Svo buðu þeir góðan dag, flautuðu á mig, hrópuðu... eða gerðu hvað sem þeim datt í hug til að ná athygli... gat verið ferlega pirrandi." Ég er sammála henni að þessi hegðun karlmanna sé pirrandi. En það er að mínu mati fordóma- og hrokafullt að halda því fram að allir karlmenn í Tógó, sem veita hvítum konum athygli, geri það einungis í þeim tilgangi að giftast þeim og flytja burt, líti á þær sem lottómiða. Að setja alla karlmenn í Tógó sem veita hvítum konum athygli í þessa sömu skúffu og loka henni er einfaldlega fáránlegt. Að sjálfsögðu eru einhverjir karlmenn sem hugsa á þennan hátt, en ég leyfi mér að efast um að þeir séu í meirihluta. Ég veit ekki betur en að karlmenn á Vesturlöndum flauti einnig á eftir fallegum konum. A.m.k. þekki ég margar evrópskar konur, sem hafa verið áreittar á þennan hátt í mörgum löndum í Evrópu. Mun Önnu Svövu líða eins og lottómiða á Ítalíu? Í Tógó tíðkast einfaldlega líka að flauta á eftir fallegum stúlkum, óháð húðlit. Þegar maður sker sig úr hópnum er oft horft á mann á óþægilegan hátt og manni er veitt athygli. Sem svartur maður búsettur í Evrópu þekki ég þetta ákaflega vel. Ég hef t.d. oft upplifað einkennilegt umtal um mig þar sem flestir álykta skiljanlega að ég tali ekki íslensku. Einnig má taka það fram að í Tógó tíðkast að heilsa fólki óháð kyni, kynstofni og því hvort fólk þekkist eða ekki. Ef Anna Svava hefði verið hvítur karlmaður á ferð í Tógó tel ég mig geta fullyrt að þessir karlmenn hefðu einnig reynt að ná athygli hennar með öðrum hætti og viljað tala við hana. Það er ljóst að margir vilja flytjast úr landi, sérstaklega þeir sem fá enga vinnu. Að giftast Evrópubúa er aðeins ein af mörgum leiðum fyrir Afríkubúa til að komast til Evrópu. Á hinn bóginn býr líka á Íslandi fólk frá Afríku, með íslenskum mökum, sem myndi gjarnan vilja flytja aftur heim. Það sem sumum myndi hugsanlega finnast óhugsandi er að það er mögulegt að lifa góðu lífi í Afríku. Enginn með klukkuGreinarhöfundur nefnir að enginn gangi með klukku í Tógó. Það sem hún áttar sig hugsanlega ekki á er að í Tógó eru ýmis fyrirtæki, eins og til dæmis bankar, stofnanir og skólar, þar sem nauðsynlegt er að fólk sé mætt á réttum tíma. Þegar ég var í menntaskóla var fólki til dæmis refsað mjög harkalega og það hreinlega lamið fyrir óstundvísi. Þótt ótrúlegt megi virðast þarf fólk í Tógó einnig að vera mætt til vinnu á ákveðnum tíma, á fundi og fleira sem væri ekki hægt án þess að vera meðvitaður um það hvað tímanum liði. Jafnvel bændur sem eiga enga klukku nota sólina til að reyna að vera stundvísir, þrátt fyrir hugsanlega skekkju. Að mínu mati þarf Anna Svava greinilega að læra meira um Tógó og menningu þess áður en hún kemur með fullyrðingar eins og þær sem er að finna í grein hennar. Orð hafa mikinn mátt og greinarskrif hennar varpa mjög neikvæðu ljósi á karlmenn í heimalandi mínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, „Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó" varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. Karlmenn sem gera ekki neittAnna Svava fullyrðir að karlmenn í Tógó geri ekki neitt. Til að koma með slíkar fullyrðingar þarf hún að þekkja Tógó betur. Tógó, eins og öll önnur lönd Afríku, er karlaveldi. Til þess að geta ráðið yfir konum verða karlmenn að vera sá sem sér um að koma með mat og pening inn á heimilið. Þeir sem ekki eiga konu verða að sýna fram á að þeir hafi burði til þess ef þeir vilja eiga möguleika á því að giftast. Karlmenn í Tógó eru því undir gífurlegu álagi að standa sig til að geta eignast fjölskyldu, konu og börn. 85% karlmanna í Tógó vinna við landbúnað. 80-90% starfsmanna í opinberum geira og einkageira eru karlmenn. Störf tengd landbúnaði eru fyrst og fremst á ábyrgð karlmanna og konur aðstoða þá ef þær geta. Hlutverk kvenna er að sjá um heimilisstörfin, sinna börnunum og stundum að selja vörur til að láta enda ná saman. Þetta þýðir hins vegar ekki að karlmennirnir sitji aðgerðalausir á meðan. Í Tógó eru karlmenn dæmdir eftir því hversu góðir eða duglegir þeir eru að vinna landbúnaðarstörfin. Þeir sem ekki vilja vinna við landbúnað flýja þorpin í von um betra líf í höfuðborginni Lómé, þar sem atvinnuleysi er ákaflega mikið. Í Tógó er þetta oft aðeins fyrsta skrefið á leiðinni til Vesturlanda, þegar fólk neyðist til að horfast í augu við atvinnuleysið. Gangandi lottómiðiAnna Svava segir í grein sinni eftirfarandi: „Nauts, hérna kemur gangandi rík hvít kona. Ég tapa nú ekkert á því að reyna við hana. Kannski vill hún mig og svo giftum við okkur og þá fæ ég vegabréfsáritun og ég get flutt burt. Ég læt reyna á það!" Svo buðu þeir góðan dag, flautuðu á mig, hrópuðu... eða gerðu hvað sem þeim datt í hug til að ná athygli... gat verið ferlega pirrandi." Ég er sammála henni að þessi hegðun karlmanna sé pirrandi. En það er að mínu mati fordóma- og hrokafullt að halda því fram að allir karlmenn í Tógó, sem veita hvítum konum athygli, geri það einungis í þeim tilgangi að giftast þeim og flytja burt, líti á þær sem lottómiða. Að setja alla karlmenn í Tógó sem veita hvítum konum athygli í þessa sömu skúffu og loka henni er einfaldlega fáránlegt. Að sjálfsögðu eru einhverjir karlmenn sem hugsa á þennan hátt, en ég leyfi mér að efast um að þeir séu í meirihluta. Ég veit ekki betur en að karlmenn á Vesturlöndum flauti einnig á eftir fallegum konum. A.m.k. þekki ég margar evrópskar konur, sem hafa verið áreittar á þennan hátt í mörgum löndum í Evrópu. Mun Önnu Svövu líða eins og lottómiða á Ítalíu? Í Tógó tíðkast einfaldlega líka að flauta á eftir fallegum stúlkum, óháð húðlit. Þegar maður sker sig úr hópnum er oft horft á mann á óþægilegan hátt og manni er veitt athygli. Sem svartur maður búsettur í Evrópu þekki ég þetta ákaflega vel. Ég hef t.d. oft upplifað einkennilegt umtal um mig þar sem flestir álykta skiljanlega að ég tali ekki íslensku. Einnig má taka það fram að í Tógó tíðkast að heilsa fólki óháð kyni, kynstofni og því hvort fólk þekkist eða ekki. Ef Anna Svava hefði verið hvítur karlmaður á ferð í Tógó tel ég mig geta fullyrt að þessir karlmenn hefðu einnig reynt að ná athygli hennar með öðrum hætti og viljað tala við hana. Það er ljóst að margir vilja flytjast úr landi, sérstaklega þeir sem fá enga vinnu. Að giftast Evrópubúa er aðeins ein af mörgum leiðum fyrir Afríkubúa til að komast til Evrópu. Á hinn bóginn býr líka á Íslandi fólk frá Afríku, með íslenskum mökum, sem myndi gjarnan vilja flytja aftur heim. Það sem sumum myndi hugsanlega finnast óhugsandi er að það er mögulegt að lifa góðu lífi í Afríku. Enginn með klukkuGreinarhöfundur nefnir að enginn gangi með klukku í Tógó. Það sem hún áttar sig hugsanlega ekki á er að í Tógó eru ýmis fyrirtæki, eins og til dæmis bankar, stofnanir og skólar, þar sem nauðsynlegt er að fólk sé mætt á réttum tíma. Þegar ég var í menntaskóla var fólki til dæmis refsað mjög harkalega og það hreinlega lamið fyrir óstundvísi. Þótt ótrúlegt megi virðast þarf fólk í Tógó einnig að vera mætt til vinnu á ákveðnum tíma, á fundi og fleira sem væri ekki hægt án þess að vera meðvitaður um það hvað tímanum liði. Jafnvel bændur sem eiga enga klukku nota sólina til að reyna að vera stundvísir, þrátt fyrir hugsanlega skekkju. Að mínu mati þarf Anna Svava greinilega að læra meira um Tógó og menningu þess áður en hún kemur með fullyrðingar eins og þær sem er að finna í grein hennar. Orð hafa mikinn mátt og greinarskrif hennar varpa mjög neikvæðu ljósi á karlmenn í heimalandi mínu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun