Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. september 2011 06:00 Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun