Heimilum haldið í skuldaspennitreyju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2011 09:50 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd. Mynd/ Vilhelm. Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspennitreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna. Þar vekur hann athygli á því að hagnaður þriggja stóru bankanna hafi numið samtals tæplega 42,7 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna, hagnaður Arion banka nam 10,2 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka tæplega 8,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hafi numið tæpum 26 milljörðum á sama tímabili í fyrra. „Mér sýnist hagnaður bankanna sé fyrst og fremst sá að menn séu að reikna upp eignir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn sinni hafi bankarnir fengið skuldir Landsbankans með 50% afslætti í tilfelli fyrirtækja og 33% í tilfelli einstaklinga. Það sé óhætt að heimfæra þessa niðurstöðu yfir á hina bankana. „Inni í því eru ekki stóru fyrirtækin flest hver. Þau voru eftir í gömlu bönkunum," segir Guðlaugur Þór. Ársreikningar og árshlutauppgjör sýni það svo að menn hafi uppreiknað þessa afslætti. „Menn eru að meta það að það þurfi ekki að veita fyrirtækjunum 50% afslætti heldur minna en það," segir Guðlaugur Þór. „Áhyggjur mínar eru þær að við séum að festa fólk og fyrirtæki í skuldaspennitreyju og við verðum að því næstu tíu, tuttugu til þrjátíu árin að greiða vexti," segir Guðlaugur Þór og bendir á að þetta eigi í það minnsta við um stóran hluta þjóðarinnar. „Og á meðan fólk er að greiða svo háa vexti að þá er þetta efnahagslíf ekkert að fara af stað," segir Guðlaugur Þór. Allir tapi á því ef efnahagslífið fari ekki af stað. Guðlaugur Þór segir að Áflheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndarinnar, hafi tekið vel í fundarbeiðni sína. Fundartími hafi þó ekki verið ákveðinn. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspennitreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna. Þar vekur hann athygli á því að hagnaður þriggja stóru bankanna hafi numið samtals tæplega 42,7 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna, hagnaður Arion banka nam 10,2 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka tæplega 8,1 milljarði króna. Hagnaðurinn hafi numið tæpum 26 milljörðum á sama tímabili í fyrra. „Mér sýnist hagnaður bankanna sé fyrst og fremst sá að menn séu að reikna upp eignir," segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn sinni hafi bankarnir fengið skuldir Landsbankans með 50% afslætti í tilfelli fyrirtækja og 33% í tilfelli einstaklinga. Það sé óhætt að heimfæra þessa niðurstöðu yfir á hina bankana. „Inni í því eru ekki stóru fyrirtækin flest hver. Þau voru eftir í gömlu bönkunum," segir Guðlaugur Þór. Ársreikningar og árshlutauppgjör sýni það svo að menn hafi uppreiknað þessa afslætti. „Menn eru að meta það að það þurfi ekki að veita fyrirtækjunum 50% afslætti heldur minna en það," segir Guðlaugur Þór. „Áhyggjur mínar eru þær að við séum að festa fólk og fyrirtæki í skuldaspennitreyju og við verðum að því næstu tíu, tuttugu til þrjátíu árin að greiða vexti," segir Guðlaugur Þór og bendir á að þetta eigi í það minnsta við um stóran hluta þjóðarinnar. „Og á meðan fólk er að greiða svo háa vexti að þá er þetta efnahagslíf ekkert að fara af stað," segir Guðlaugur Þór. Allir tapi á því ef efnahagslífið fari ekki af stað. Guðlaugur Þór segir að Áflheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndarinnar, hafi tekið vel í fundarbeiðni sína. Fundartími hafi þó ekki verið ákveðinn.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira