Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2011 08:00 Mynd/Arnþór Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Íþróttir Pistillinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf.
Íþróttir Pistillinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira