Mannskæð átök í kjölfar mótmæla 18. febrúar 2011 03:00 Risu upp gegn Gaddafí Hundruð manna héldu út á götur í fjórum borgum Líbíu í gær.nordicphotos/AFP Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundruð mótmælenda út á götur í fjórum borgum landsins í gær og á miðvikudag. Her landsins tók harkalega á mótmælunum og stuðningsmenn Gaddafí héldu einnig út á götur til að slást við mótmælendur. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í þeim átökum, bæði á miðvikudagskvöld og í gær. Gaddafí hefur stjórnað Líbíu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi og hefur heljartök á fjölmiðlum og allri stjórnmálaumræðu í landinu. „Í dag rufu Líbíubúar múr óttans. Nú er ný dögun,“ sagði Faiz Jibril, útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í Barein sendu stjórnvöld öflugt herlið með fjölda skriðdreka til þess að rýma Perlutorgið í höfuðborginni Manama í gærmorgun. Fyrir dögun hafði lögregla beitt kylfum og táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru sofandi á torginu. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Stjórnvöld höfðu haldið aftur af sér dögum saman og látið mótmælendur óáreitta síðan í byrjun vikunnar, þegar átök kostuðu þrjá menn lífið. Við það tvíefldust mótmælendur, sem krefjast þess að konungur og valdastétt landsins hætti að mismuna fólki eftir trúarbrögðum og gefi möguleika á lýðræðislegri vinnubrögðum. Í Sana, höfuðborg Jemens, kom einnig til átaka í gær milli mótmælenda og stuðningsmanna stjórnarinnar, sem sveifluðu kylfum og hnífum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en beitti sér aðallega gegn stjórnarandstæðingum. Vitni sögðu bifreiðir merkta borginni hafa verið notaðar til þess að flytja bæði kylfur og grjót til stuðningsmanna stjórnarinnar. Mótmælin í Sana hafa staðið yfir í viku og krefjast mótmælendur þess að Ali Abdullah Saleh forseti láti af embætti eftir 32 ára valdatíð. Óánægjan er sögð stafa bæði af mikilli fátækt í landinu og spillingu stjórnvalda. Mótmælendur létu einnig í sér heyra í Jórdaníu í gær og jafnvel í Írak brutust út mótmæli í gær í borginni Basra, þar sem hundruð manna kröfðust afsagnar ríkisstjórans.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundruð mótmælenda út á götur í fjórum borgum landsins í gær og á miðvikudag. Her landsins tók harkalega á mótmælunum og stuðningsmenn Gaddafí héldu einnig út á götur til að slást við mótmælendur. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í þeim átökum, bæði á miðvikudagskvöld og í gær. Gaddafí hefur stjórnað Líbíu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi og hefur heljartök á fjölmiðlum og allri stjórnmálaumræðu í landinu. „Í dag rufu Líbíubúar múr óttans. Nú er ný dögun,“ sagði Faiz Jibril, útlægur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í Barein sendu stjórnvöld öflugt herlið með fjölda skriðdreka til þess að rýma Perlutorgið í höfuðborginni Manama í gærmorgun. Fyrir dögun hafði lögregla beitt kylfum og táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru sofandi á torginu. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Stjórnvöld höfðu haldið aftur af sér dögum saman og látið mótmælendur óáreitta síðan í byrjun vikunnar, þegar átök kostuðu þrjá menn lífið. Við það tvíefldust mótmælendur, sem krefjast þess að konungur og valdastétt landsins hætti að mismuna fólki eftir trúarbrögðum og gefi möguleika á lýðræðislegri vinnubrögðum. Í Sana, höfuðborg Jemens, kom einnig til átaka í gær milli mótmælenda og stuðningsmanna stjórnarinnar, sem sveifluðu kylfum og hnífum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en beitti sér aðallega gegn stjórnarandstæðingum. Vitni sögðu bifreiðir merkta borginni hafa verið notaðar til þess að flytja bæði kylfur og grjót til stuðningsmanna stjórnarinnar. Mótmælin í Sana hafa staðið yfir í viku og krefjast mótmælendur þess að Ali Abdullah Saleh forseti láti af embætti eftir 32 ára valdatíð. Óánægjan er sögð stafa bæði af mikilli fátækt í landinu og spillingu stjórnvalda. Mótmælendur létu einnig í sér heyra í Jórdaníu í gær og jafnvel í Írak brutust út mótmæli í gær í borginni Basra, þar sem hundruð manna kröfðust afsagnar ríkisstjórans.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira