Hótanapólitík af því tagi sem olli hruninu 31. janúar 2011 18:00 Lilja Mósesdóttir. „Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
„Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira