
Þórir Örn Ingólfsson yfirheyrður

Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringar Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, og Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, voru einnig handteknir. Enn liggur ekki fyrir hver fjórði maðurinn er.
Eins og fram hefur komið fór sérstakur saksóknari í húsleitir hjá Seðlabanka Íslands, MP banka og ALMC, sem áður var Straumur, samhliða handtökunum. Það er grunur um milljarða millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingabanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem liggur til grundvallar aðaðgerðum sérstaks saksóknara í dag.
Tengdar fréttir

Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett
Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu.

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar
Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.

Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun.

Stefán Héðinn einn hinna handteknu
Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, er einn þeirra sem var færður í yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn
Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu.

Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum,