Skerðing á þjónustu Strætó staðfest í borgarráði 20. janúar 2011 10:25 „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs,“ segir Sóley Tómasdóttir Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi tillögu Vinstri grænna um að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu Strætó bs á borgarráðsfundi í dag þrátt fyrir að allmargir fulltrúar Besta flokksins, þar með talinn borgarstjórinn sjálfur hefðu fullyrt að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja óbreytta þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sóley Tómasdóttir hefur sent frá sér. Á fundi borgarráðs lagði hún fram eftirfarandi bókun: „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs. Ákvörðunin er í beinni andstöðu við stefnu Umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar sem fer með stefnumótunarhlutverk í málaflokknum og rýrir því ekki aðeins trúverðugleika flokkanna tveggja, heldur einnig stjórnkerfis borgarinnar og hlutverk fagráða. Sérstaklega veikir þessi afgreiðsla trúverðugleika borgarráðsfulltrúa Besta flokksins sem hafa látið til sín taka með róttækum hætti í aðgerðum vegna eignarhalds á auðlindum og orkufyrirtækjum en treysta sér ekki til að grípa til aðgerða þegar þeir eru í aðstæðum til að breyta. Þjónustuskerðing hjá Strætó mun hafa umtalsverð áhrif á fjárhag, umhverfi og möguleika borgarbúa til virkrar þátttöku í samfélaginu og er það miður að meirihlutinn skuli ekki hafa dug í sér til að koma í veg fyrir þau." Á sama fundi lögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að Innri endurskoðun gerði úttekt á þeim vinnubrögðum sem leiddu til skerðingarinnar, enda kannast fulltrúar meirihlutans ekki við að hafa staðið að henni auk þess sem henni sést hvergi staður í fundagerðum stjórnar SSH sem er hinn formlegi vettvangur til slíkrar ákvarðanatöku. Tillagan fylgir hér að neðan: „Ekki hafa fengist nein svör við því hvar ákvörðun um hagræðingu hjá Strætó bs var tekin. Borgarstjóri og formaður borgarráðs segjast ekki hafa komið að ákvörðuninni og henni sést hvergi staður í fundargerðum stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hún varð að veruleika þrátt fyrir sameiginlega bókun alls umhverfis- og samgönguráðs um að ákvörðunin skyldi tekin til baka. Þar sem þetta fyrirkomulag og þessi óljósu svör samræmast í engu sjálfsagðri kröfu um gagnsæi og rekjanleika ákvarðana leggja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks til að óskað verði eftir úttekt innri endurskoðunar á þessu afmarkaða máli sem og boðleiðum milli sveitarfélaga, fagráða og fyrirtækisins og leggi niðurstöður sínar fyrir borgarráð hið fyrsta." Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 „Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi tillögu Vinstri grænna um að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu Strætó bs á borgarráðsfundi í dag þrátt fyrir að allmargir fulltrúar Besta flokksins, þar með talinn borgarstjórinn sjálfur hefðu fullyrt að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja óbreytta þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sóley Tómasdóttir hefur sent frá sér. Á fundi borgarráðs lagði hún fram eftirfarandi bókun: „Fyrsta skref meirihluta Besta flokks og Samfylkingar í átt að eflingu almenningssamgangna er að skerða þjónustu Strætó bs. Ákvörðunin er í beinni andstöðu við stefnu Umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar sem fer með stefnumótunarhlutverk í málaflokknum og rýrir því ekki aðeins trúverðugleika flokkanna tveggja, heldur einnig stjórnkerfis borgarinnar og hlutverk fagráða. Sérstaklega veikir þessi afgreiðsla trúverðugleika borgarráðsfulltrúa Besta flokksins sem hafa látið til sín taka með róttækum hætti í aðgerðum vegna eignarhalds á auðlindum og orkufyrirtækjum en treysta sér ekki til að grípa til aðgerða þegar þeir eru í aðstæðum til að breyta. Þjónustuskerðing hjá Strætó mun hafa umtalsverð áhrif á fjárhag, umhverfi og möguleika borgarbúa til virkrar þátttöku í samfélaginu og er það miður að meirihlutinn skuli ekki hafa dug í sér til að koma í veg fyrir þau." Á sama fundi lögðu borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að Innri endurskoðun gerði úttekt á þeim vinnubrögðum sem leiddu til skerðingarinnar, enda kannast fulltrúar meirihlutans ekki við að hafa staðið að henni auk þess sem henni sést hvergi staður í fundagerðum stjórnar SSH sem er hinn formlegi vettvangur til slíkrar ákvarðanatöku. Tillagan fylgir hér að neðan: „Ekki hafa fengist nein svör við því hvar ákvörðun um hagræðingu hjá Strætó bs var tekin. Borgarstjóri og formaður borgarráðs segjast ekki hafa komið að ákvörðuninni og henni sést hvergi staður í fundargerðum stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hún varð að veruleika þrátt fyrir sameiginlega bókun alls umhverfis- og samgönguráðs um að ákvörðunin skyldi tekin til baka. Þar sem þetta fyrirkomulag og þessi óljósu svör samræmast í engu sjálfsagðri kröfu um gagnsæi og rekjanleika ákvarðana leggja borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks til að óskað verði eftir úttekt innri endurskoðunar á þessu afmarkaða máli sem og boðleiðum milli sveitarfélaga, fagráða og fyrirtækisins og leggi niðurstöður sínar fyrir borgarráð hið fyrsta."
Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 „Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11
„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17. janúar 2011 16:04