Standa fast við kröfu um 200 þúsund króna lágmarkslaun 4. febrúar 2011 11:00 Félagsfólk í Framsýn ákvað að draga aftur samningsumboð frá Starfsgreinasambandinu. Myndin er frá fundinum.Mynd/Framsýn Sökum hægagangs í kjaraviðræðum hefur Framsýn í Þingeyjarsýslum afturkallað samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Framsýn er annað félagið sem fer þá leið að ræða sjálfstætt við Samtök atvinnulífsins (SA) og fetar það í fótspor Verkalýðsfélags Akraness sem ákvað í síðustu viku að fara eigin leið. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, segir að áherslubreytingar SGS í kjaraviðræðum, meðal annars að hætta við kröfu um 200.000 króna lágmarkslaun, sé óviðunandi og því hafi aukaaðalfundur félagsins ákveðið að draga samningsumboðið til baka. „Það er allt í einu tekin ákvörðun innan sambandsins um að fara að horfa til þriggja ára samnings með krónutöluhækkun á lægstu laun og prósentuhækkun fyrir hærri laun. Það hefði leitt til þess að þeir tekjuhærri hefðu fengið meira í vasann en þeir tekjulægri og við sættum okkur ekki við það." Aðalsteinn segir viðræður við atvinnurekendur þegar komnar á fulla ferð og ganga vel. „Það er góður andi í okkar viðræðum og ég get ekki kvartað undan þeim viðbrögðum sem ég hef fengið." Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar SGS, segir að auðvitað sé slæmt að missa menn úr hópnum, en félögum sé frjálst að draga umboð sín til baka hvenær sem er. „Ef þeim finnst þeir vera í betri stöðu einir og sér er það bara gott mál," segir Björn. „Megi þeim ganga vel." Viðræður SGS og SA hafa ekki skilað miklum árangri og eru í biðstöðu eftir síðasta fund, sem var haldinn á miðvikudag. Föst skot hafa gengið manna á milli þar sem krafa SA um að sjávarútvegsmál verði til lykta leidd á Alþingi áður en lengra er haldið í kjaraviðræðum hefur valdið úlfúð innan verkalýðshreyfingarinnar og hjá stjórnvöldum. Í yfirlýsingu frá SGS eftir fundinn á miðvikudag segir að kröfu SA sé „ætlað að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma eitthvað sem þeim ber ekki að gera samkvæmt ákvæðum laga [...]". Standi SA við kröfu sína telur SGS að með því séu lög um meðferð kjaraviðræðna vanvirt og viðræður því árangurslausar.thorgils@frettabladid.is Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sökum hægagangs í kjaraviðræðum hefur Framsýn í Þingeyjarsýslum afturkallað samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Framsýn er annað félagið sem fer þá leið að ræða sjálfstætt við Samtök atvinnulífsins (SA) og fetar það í fótspor Verkalýðsfélags Akraness sem ákvað í síðustu viku að fara eigin leið. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, segir að áherslubreytingar SGS í kjaraviðræðum, meðal annars að hætta við kröfu um 200.000 króna lágmarkslaun, sé óviðunandi og því hafi aukaaðalfundur félagsins ákveðið að draga samningsumboðið til baka. „Það er allt í einu tekin ákvörðun innan sambandsins um að fara að horfa til þriggja ára samnings með krónutöluhækkun á lægstu laun og prósentuhækkun fyrir hærri laun. Það hefði leitt til þess að þeir tekjuhærri hefðu fengið meira í vasann en þeir tekjulægri og við sættum okkur ekki við það." Aðalsteinn segir viðræður við atvinnurekendur þegar komnar á fulla ferð og ganga vel. „Það er góður andi í okkar viðræðum og ég get ekki kvartað undan þeim viðbrögðum sem ég hef fengið." Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar SGS, segir að auðvitað sé slæmt að missa menn úr hópnum, en félögum sé frjálst að draga umboð sín til baka hvenær sem er. „Ef þeim finnst þeir vera í betri stöðu einir og sér er það bara gott mál," segir Björn. „Megi þeim ganga vel." Viðræður SGS og SA hafa ekki skilað miklum árangri og eru í biðstöðu eftir síðasta fund, sem var haldinn á miðvikudag. Föst skot hafa gengið manna á milli þar sem krafa SA um að sjávarútvegsmál verði til lykta leidd á Alþingi áður en lengra er haldið í kjaraviðræðum hefur valdið úlfúð innan verkalýðshreyfingarinnar og hjá stjórnvöldum. Í yfirlýsingu frá SGS eftir fundinn á miðvikudag segir að kröfu SA sé „ætlað að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma eitthvað sem þeim ber ekki að gera samkvæmt ákvæðum laga [...]". Standi SA við kröfu sína telur SGS að með því séu lög um meðferð kjaraviðræðna vanvirt og viðræður því árangurslausar.thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira