Hlutverk forsetans skýrara í tillögunum 5. nóvember 2011 05:00 Meðal þátttakenda í umræðunum í gær voru Þorvaldur Gylfason og Þorkell Helgason, stjórnlagaráðsfulltrúar. Fréttablaðið/valli Tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á hlutverki forseta Íslands eru að mörgu leyti til bóta. Til að mynda er formlegt hlutverk forseta, sem bar keim af stöðu konungs í gömlu dönsku stjórnarskránni, afnumið og því gefa tillögurnar betri mynd af því hvar framkvæmdarvaldið liggur en núverandi stjórnarskrá. Tillögurnar skortir hins vegar að tekist sé nægilega á við þá staðreynd að forseti fer með virk og raunveruleg völd í stjórnskipuninni. Þá eru ýmis ákvæði vanhugsuð. Þetta er mat Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg fjallaði um hlutverk forseta í tillögum stjórnlagaráðs á málþingi sem fram fór í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær. Björg skipti tillögum stjórnlagaráðs með tilliti til forseta í þrennt: tillögur sem lúta að breytingum á reglum um kjör og kjörtímabil, tillögur sem lúta að formlegu hlutverki forsetans og tillögur sem varða breytingar á raunverulegum valdheimildum forsetans. Um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar sem lúta að kjöri forseta og kjörtímabili, sagði Björg þær vera til bóta og nefndi sérstaklega þá kröfu sem þar er gerð að forseti hafi meirihluta atkvæða á bak við sig og að seta hvers forseta takmarkist við tólf ár. Björg taldi tillögur um breytingar á formlegu hlutverki forsetans einnig til bóta þótt sá galli væri á þeim að breytingin gengi ekki í gegnum þær allar. Þó taldi hún það slæma tillögu að leggja skuli niður ríkisráð þar sem þannig sé afnuminn sá vettvangur sem forseti og ríkisstjórn hafa til að ræða mikilvæg mál. Björg fjallaði um tillagða heimild forseta til að synja skipun dómara og vísa til Alþingis sem þurfi að samþykkja skipunina með tveimur þriðja hlutum atkvæða. Björg taldi heimildina óþarfa í ljósi þess að lögum um skipan dómara hefur nýverið verið breytt til að koma í veg fyrir misnotkun á skipunarvaldi dómsmálaráðherra. Þorvaldur Gylfason stjórnlagaráðsfulltrúi benti á móti á að Alþingi væri í lófa lagið að breyta lögunum á ný. Þá sagðist Björg hafa efasemdir um hlutverk forseta í kjöri Alþingis á forsætisráðherra sem gert er ráð fyrir í tillögunum. Björg fjallaði einnig um málskotsrétt forseta. Hún sagði að betur hefði mátt vanda til málskotsákvæðisins í núgildandi stjórnarskrá og bætti því við að lögskýringar um ákvæðið væru misvísandi. Hún gaf í skyn að úr því hefði ekki verið bætt í tillögum stjórnlagaráðs. Loks sagði Björg það vera galla á tillögunum að ekki væri kveðið á um hlutverk forseta Íslands með tilliti til stefnu stjórnvalda í utanríkismálum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á hlutverki forseta Íslands eru að mörgu leyti til bóta. Til að mynda er formlegt hlutverk forseta, sem bar keim af stöðu konungs í gömlu dönsku stjórnarskránni, afnumið og því gefa tillögurnar betri mynd af því hvar framkvæmdarvaldið liggur en núverandi stjórnarskrá. Tillögurnar skortir hins vegar að tekist sé nægilega á við þá staðreynd að forseti fer með virk og raunveruleg völd í stjórnskipuninni. Þá eru ýmis ákvæði vanhugsuð. Þetta er mat Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg fjallaði um hlutverk forseta í tillögum stjórnlagaráðs á málþingi sem fram fór í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær. Björg skipti tillögum stjórnlagaráðs með tilliti til forseta í þrennt: tillögur sem lúta að breytingum á reglum um kjör og kjörtímabil, tillögur sem lúta að formlegu hlutverki forsetans og tillögur sem varða breytingar á raunverulegum valdheimildum forsetans. Um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar sem lúta að kjöri forseta og kjörtímabili, sagði Björg þær vera til bóta og nefndi sérstaklega þá kröfu sem þar er gerð að forseti hafi meirihluta atkvæða á bak við sig og að seta hvers forseta takmarkist við tólf ár. Björg taldi tillögur um breytingar á formlegu hlutverki forsetans einnig til bóta þótt sá galli væri á þeim að breytingin gengi ekki í gegnum þær allar. Þó taldi hún það slæma tillögu að leggja skuli niður ríkisráð þar sem þannig sé afnuminn sá vettvangur sem forseti og ríkisstjórn hafa til að ræða mikilvæg mál. Björg fjallaði um tillagða heimild forseta til að synja skipun dómara og vísa til Alþingis sem þurfi að samþykkja skipunina með tveimur þriðja hlutum atkvæða. Björg taldi heimildina óþarfa í ljósi þess að lögum um skipan dómara hefur nýverið verið breytt til að koma í veg fyrir misnotkun á skipunarvaldi dómsmálaráðherra. Þorvaldur Gylfason stjórnlagaráðsfulltrúi benti á móti á að Alþingi væri í lófa lagið að breyta lögunum á ný. Þá sagðist Björg hafa efasemdir um hlutverk forseta í kjöri Alþingis á forsætisráðherra sem gert er ráð fyrir í tillögunum. Björg fjallaði einnig um málskotsrétt forseta. Hún sagði að betur hefði mátt vanda til málskotsákvæðisins í núgildandi stjórnarskrá og bætti því við að lögskýringar um ákvæðið væru misvísandi. Hún gaf í skyn að úr því hefði ekki verið bætt í tillögum stjórnlagaráðs. Loks sagði Björg það vera galla á tillögunum að ekki væri kveðið á um hlutverk forseta Íslands með tilliti til stefnu stjórnvalda í utanríkismálum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira