Öskjuhlíðaskóli og Safamýraskóli sameinaðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2011 15:58 Oddný Sturludóttir er formaður menntaráðs. Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila. Menntaráð samþykkti jafnframt að nýr sameinaður sérskóli skuli sinna ráðgjafarhlutverki gagnvart almennum grunnskólum um kennslu nemenda með þroskahömlun. Einnig að hann hafi umsjón með því að stofnað verði til svokallaðra þátttökubekkja í stað hefðbundinna sérdeilda í fjórum almennum grunnskólum í borginni fyrir nemendur með þroskahömlun. Í greinargerð með tillögum menntaráðs kemur m.a. fram að Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, sem byggðir voru 1974 og 1982, hafi verið útbúnir fyrir aðra nemendahópa en nú eru í skólunum. Eins sé réttur fatlaðra barna til skólagöngu í heimaskóla orðinn skýr í lögum og nánast allir nemendur með sambærilegar þarfir og voru í sérskólum áður séu nú í almennum grunnskólum með stuðningi. Vinna við að stofna einn öflugan sérskóla í Reykjavík á sér nær áratuga langa sögu. Í stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu frá árinu 2002 var t.d. lagt til að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli yrðu sameinaðir og að nýr sérskóli þjónaði fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Sú tillaga var m.a. studd þeim rökum að þannig yrði til einn öflugur ráðgjafarskóli á þessu sviði, vinnubrögð yrðu samhæfð og ráðgjöfin öflugri. Starfshópur sem skilaði tillögum í júní 2008 lagði einnig til að byggður yrði nýr sérskóli sem kæmi í stað beggja þeirra skóla sem fyrir væru. Sú tillaga hefur ekki komið til framkvæmda enda hefur þrengt mjög að í rekstri borgarinnar. Samþykkt menntaráðs nú er tekin á grundvelli vinnu tveggja starfshópa sem störfuðu á nýliðnu ári og höfðu það verkefni að vinna áætlun um sameiningu sérskólanna tveggja. Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80 nemendur og í Safamýrarskóla 10 nemendur. Búast má við að nemendur Safamýrarskóla verði aðeins 6 á næsta skólaári. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila. Menntaráð samþykkti jafnframt að nýr sameinaður sérskóli skuli sinna ráðgjafarhlutverki gagnvart almennum grunnskólum um kennslu nemenda með þroskahömlun. Einnig að hann hafi umsjón með því að stofnað verði til svokallaðra þátttökubekkja í stað hefðbundinna sérdeilda í fjórum almennum grunnskólum í borginni fyrir nemendur með þroskahömlun. Í greinargerð með tillögum menntaráðs kemur m.a. fram að Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, sem byggðir voru 1974 og 1982, hafi verið útbúnir fyrir aðra nemendahópa en nú eru í skólunum. Eins sé réttur fatlaðra barna til skólagöngu í heimaskóla orðinn skýr í lögum og nánast allir nemendur með sambærilegar þarfir og voru í sérskólum áður séu nú í almennum grunnskólum með stuðningi. Vinna við að stofna einn öflugan sérskóla í Reykjavík á sér nær áratuga langa sögu. Í stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu frá árinu 2002 var t.d. lagt til að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli yrðu sameinaðir og að nýr sérskóli þjónaði fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Sú tillaga var m.a. studd þeim rökum að þannig yrði til einn öflugur ráðgjafarskóli á þessu sviði, vinnubrögð yrðu samhæfð og ráðgjöfin öflugri. Starfshópur sem skilaði tillögum í júní 2008 lagði einnig til að byggður yrði nýr sérskóli sem kæmi í stað beggja þeirra skóla sem fyrir væru. Sú tillaga hefur ekki komið til framkvæmda enda hefur þrengt mjög að í rekstri borgarinnar. Samþykkt menntaráðs nú er tekin á grundvelli vinnu tveggja starfshópa sem störfuðu á nýliðnu ári og höfðu það verkefni að vinna áætlun um sameiningu sérskólanna tveggja. Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80 nemendur og í Safamýrarskóla 10 nemendur. Búast má við að nemendur Safamýrarskóla verði aðeins 6 á næsta skólaári.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira