Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir útgerðarmenn halda öllu atvinnulífi á Íslandi í gíslingu til að ná fram ásættanlegum samningum um kvótakerfið.
Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Morgunblaðið í dag að of mörg stórmál séu á huldu hjá ríkisstjórninni til að samtökin geti gert lokaatlögu við kjarasamninga að svo stöddu. Ekki hafi tekist að koma á neinni efnislegri umræðu við ríkisstjórnina um það hvernig framtíð fiskveiðistjórnunar yrði háttað, né heldur í hvaða farveg lífeyrissréttindi landsmanna ættu að fara eða skattamál fyrirtækja.
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og aðili í miðstjórn ASÍ er ósáttur við yfirlýsingar SA.
Þannig notfæri SA sér stöðuna eins og hún er núna til að láta reiðina beinast að ríkisstjórninni.
Hann segir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum auðvitað tengjast kjarasamningunum en það var búið að ákveða að taka á því sérstaklega, þeir munu hitta SA á fundi í dag til að fá útskýringar á þessum yfirlýsingum.
Segir útgerðarmenn halda atvinnulífinu í gíslingu
Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
