Afþökkum launahækkunina! Sævar Sigurgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 06:00 „Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
„Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun