Borg og eigendur togast á um tíu sentimetra 3. febrúar 2011 05:00 Eigandi Klapparstígs 17 vill að borgin taki þátt í kostnaði vegna varðveislu gaflveggs frá árinu 1906 á lóðarmörkum hans og gamals steinbæjar frá árinu 1989. Fréttablaðið/Vilhelm „Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni. Húsið á Klapparstíg 17 eyðilagðist í bruna í janúar 2009. Nú er verið að byggja þar nýtt íbúðarhús. Áfast við gamla gafl hússins er 112 ára gamall steinbær. Hann er sagður hafa varðveislugildi og eigendum nýbyggingarinnar var því neitað um að rífa gaflinn og steypa nýjan eins og þeir vildu. „Við höfum lent í verulegum töfum vegna byggingarfulltrúa. Þessi gaflveggur sérstaklega hefur verið okkur kostnaðarsamur. Það má segja að borgin hafi tekið hann eignarnámi með frekju og yfirgangi,“ segir Marías sem kveður eigendur Klapparstígs 17 telja borgina hafa valdið þeim tveggja til þriggja milljóna króna aukakostnaði. Veggurinn umdeildi standi tíu sentimetra inn fyrir þeirra lóðamörk og skerði væntanlega bygginguna sem því nemi. „Þeir eru búnir að gera allt til að gera okkur skráveifu. Það þarf að hreinsa til í þessari stofnun,“ segir Marías og krefst skýrra svara frá borginni um hvernig bæti eigi þeim skaðann. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir af og frá að embætti hans hafi valdið töfum á byggingu hússins. Eigendurnir sjálfir hafi til dæmis gegn betri vitund skilað inn teikningum sem gerðu ráð fyrir alltof háu nýtingarhlutfalli á lóðinni. Að sögn Magnúsar er alls ekki óalgengt að hús nái út fyrir lóðir í gamla bænum. „Menn klofuðu út einhverjar lóðir. Þeir voru ekki svo nákvæmir á þessu í gamla daga,“ segir byggingarfulltrúinn og útskýrir að í raun hafi gaflveggurinn sem slíkur ekki varðveislugildi heldur sé það steinbærinn á númer nítján sem menn vilja vernda. „Ef þessi veggur er rifinn er opið inn í gamla steinbæinn og hann hefur varðveislugildi enda er hann síðasti steinbærinn á þessu svæði.“ Byggingarfulltrúinn hafnar því algerlega að Reykjavíkurborg eigi að bera kostnað vegna málsins. „Borgarsjóður er ekki að byggja á þessari lóð og hann tekur engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna svona bygginga; byggjandinn er að byggja og það er hans mál. Það þýðir ekkert að vera að væla í okkur,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni. Húsið á Klapparstíg 17 eyðilagðist í bruna í janúar 2009. Nú er verið að byggja þar nýtt íbúðarhús. Áfast við gamla gafl hússins er 112 ára gamall steinbær. Hann er sagður hafa varðveislugildi og eigendum nýbyggingarinnar var því neitað um að rífa gaflinn og steypa nýjan eins og þeir vildu. „Við höfum lent í verulegum töfum vegna byggingarfulltrúa. Þessi gaflveggur sérstaklega hefur verið okkur kostnaðarsamur. Það má segja að borgin hafi tekið hann eignarnámi með frekju og yfirgangi,“ segir Marías sem kveður eigendur Klapparstígs 17 telja borgina hafa valdið þeim tveggja til þriggja milljóna króna aukakostnaði. Veggurinn umdeildi standi tíu sentimetra inn fyrir þeirra lóðamörk og skerði væntanlega bygginguna sem því nemi. „Þeir eru búnir að gera allt til að gera okkur skráveifu. Það þarf að hreinsa til í þessari stofnun,“ segir Marías og krefst skýrra svara frá borginni um hvernig bæti eigi þeim skaðann. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir af og frá að embætti hans hafi valdið töfum á byggingu hússins. Eigendurnir sjálfir hafi til dæmis gegn betri vitund skilað inn teikningum sem gerðu ráð fyrir alltof háu nýtingarhlutfalli á lóðinni. Að sögn Magnúsar er alls ekki óalgengt að hús nái út fyrir lóðir í gamla bænum. „Menn klofuðu út einhverjar lóðir. Þeir voru ekki svo nákvæmir á þessu í gamla daga,“ segir byggingarfulltrúinn og útskýrir að í raun hafi gaflveggurinn sem slíkur ekki varðveislugildi heldur sé það steinbærinn á númer nítján sem menn vilja vernda. „Ef þessi veggur er rifinn er opið inn í gamla steinbæinn og hann hefur varðveislugildi enda er hann síðasti steinbærinn á þessu svæði.“ Byggingarfulltrúinn hafnar því algerlega að Reykjavíkurborg eigi að bera kostnað vegna málsins. „Borgarsjóður er ekki að byggja á þessari lóð og hann tekur engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna svona bygginga; byggjandinn er að byggja og það er hans mál. Það þýðir ekkert að vera að væla í okkur,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira