Til varnar rafmagnsvespum Einar Birgisson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar