Til varnar rafmagnsvespum Einar Birgisson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notkun rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagnsvespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustígum. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa ökuréttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að framfylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamförum í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn búnaður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum landsins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja rafmagnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í trommur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigendum sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntanlega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gangstéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn miklar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vespurnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brandari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á rafmagnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðarlegu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjólreiðamenn eru í 100 kg klassanum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Enginn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara farartæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þannig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur rafmagnsvespueigendum.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar