Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga 22. október 2011 18:51 Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. Í Morgunblaðinu í dag auglýsir byggingarvöruverslunin Bauhaus eftir starfsfólki en þrjú ár eru síðan að til stóð að opna verslunina fyrst. Þetta 21 þúsund fermetra verslunarhúsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg hefur verið ein af táknmyndum hrunsins. Bygging húsins var langt komin haustið 2008 og til stóð að opna verslunina fyrir lok ársins. Strax eftir hrun ákveðið að slá opnuninni á fresta þegar ljóst var hversu djúp kreppan yrði. Bauhaus er þýskt fyrirtæki og gáfu forsvarsmenn þess það út að þeir hefðu ekki hætt við heldur ætluðu þeir sér einungis að bíða þar til efnahagsástandið batnaði hér á landi. Þeir hafa fylgst vel með ástandinu síðan þá og eftir þriggja ár bið er það mat þeirra að nú sé að rofa til. „Við teljum að efnahagsástandið sé að batna og á næstu einu til tveimur árum eigi það eftir að lagast enn meira," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. Ráða á sextíu til áttatíu starfsmenn og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang næsta vor. „Við erum að tala í fyrsta lagi í apríl, það getur verið apríl eða maí. Við horfum til þess að vertíðin er að byrja þá og margir eru að hugsa um viðhald á húsum, sumarbústöðum og öllu því . Þannig að við teljum þennan tíma vera mjög góðan," segir Halldór Óskar. Húsið hefur staðið autt síðustu þrjú ár en Halldór segir ýmsar sögur hafa verið í gangi á þeim tíma. „Þetta hefur verið bara autt. Það hafa verið ýmsar sögusagnir í gangi varðandi geymslu á útrásarvíkingabílum og fangelsi og að til greina kæmi að flytja þetta í gámum til Evrópu. Þetta voru bara sögusagnir." Hann segir nokkurn rekstarkostnað hafa verið af húsinu þessi ár sem hlaupi á milljónum. Um er að ræða eina stærstu verslun Bauhaus í Evrópu og verða fluttir til landsins á milli þrjú til fjögur hundruð fjörtíu feta gámar af vörum. Halldór segir aldrei hafa verið ætlunin að hætta við. Það var bara spurning hvenær verslunin opnaði. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. Í Morgunblaðinu í dag auglýsir byggingarvöruverslunin Bauhaus eftir starfsfólki en þrjú ár eru síðan að til stóð að opna verslunina fyrst. Þetta 21 þúsund fermetra verslunarhúsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg hefur verið ein af táknmyndum hrunsins. Bygging húsins var langt komin haustið 2008 og til stóð að opna verslunina fyrir lok ársins. Strax eftir hrun ákveðið að slá opnuninni á fresta þegar ljóst var hversu djúp kreppan yrði. Bauhaus er þýskt fyrirtæki og gáfu forsvarsmenn þess það út að þeir hefðu ekki hætt við heldur ætluðu þeir sér einungis að bíða þar til efnahagsástandið batnaði hér á landi. Þeir hafa fylgst vel með ástandinu síðan þá og eftir þriggja ár bið er það mat þeirra að nú sé að rofa til. „Við teljum að efnahagsástandið sé að batna og á næstu einu til tveimur árum eigi það eftir að lagast enn meira," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. Ráða á sextíu til áttatíu starfsmenn og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang næsta vor. „Við erum að tala í fyrsta lagi í apríl, það getur verið apríl eða maí. Við horfum til þess að vertíðin er að byrja þá og margir eru að hugsa um viðhald á húsum, sumarbústöðum og öllu því . Þannig að við teljum þennan tíma vera mjög góðan," segir Halldór Óskar. Húsið hefur staðið autt síðustu þrjú ár en Halldór segir ýmsar sögur hafa verið í gangi á þeim tíma. „Þetta hefur verið bara autt. Það hafa verið ýmsar sögusagnir í gangi varðandi geymslu á útrásarvíkingabílum og fangelsi og að til greina kæmi að flytja þetta í gámum til Evrópu. Þetta voru bara sögusagnir." Hann segir nokkurn rekstarkostnað hafa verið af húsinu þessi ár sem hlaupi á milljónum. Um er að ræða eina stærstu verslun Bauhaus í Evrópu og verða fluttir til landsins á milli þrjú til fjögur hundruð fjörtíu feta gámar af vörum. Halldór segir aldrei hafa verið ætlunin að hætta við. Það var bara spurning hvenær verslunin opnaði.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira