Sameining ráðuneyta skilar 300 milljóna sparnaði 3. janúar 2011 00:00 Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson munu fá nýja starfstitla á nýju ári.Fréttablaðið/Stefán Um 300 milljónir króna munu sparast með sameiningu ráðuneyta, en ný ráðuneyti, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti, tóku formlega til starfa um áramótin. Sparnaðurinn felst aðallega í minni kostnaði við yfirstjórn ráðuneyta, en ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks í bili. Með sameiningunni verður dómsmála- og mannréttindaráðuneyti sameinað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í nýju innanríkisráðuneyti og hins vegar er ráðuneyti félags- og tryggingamála sameinað heilbrigðisráðuneyti í velferðarráðuneyti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á kynningarfundi í liðinni viku að þetta væru „umfangsmestu breytingar á skipulagi ráðuneyta frá því að lög um stjórnarráð voru sett árið 1969". Eins og fyrir fram var vitað verður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson verður velferðarráðherra, en þeir hafa stýrt forverum nýju ráðuneytanna frá því í september. „Forsenda svona sameiningar er auðvitað bætt þjónusta. Annars hefur þetta engan tilgang," sagði Guðbjartur Hannesson. „Ef við erum ekki að ná betri árangri í hagkvæmni og betri þjónustu við þá sem hennar njóta er til lítils gengið. Það er útgangspunkturinn og ég er sannfærður um að það muni nást." Ögmundur Jónasson sagði að stefnt væri að markvissari ráðstöfun fjármuna. „Mestu áherslubreytingarnar finnst mér þó vera að eiga sér stað hvað varðar aukna áherslu á mannréttindamál og réttarstöðu einstaklinga í samfélaginu." Frekari sameining ráðuneyta er fyrirhuguð á árinu þar sem atvinnuvegaráðuneyti verður til úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Um 300 milljónir króna munu sparast með sameiningu ráðuneyta, en ný ráðuneyti, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti, tóku formlega til starfa um áramótin. Sparnaðurinn felst aðallega í minni kostnaði við yfirstjórn ráðuneyta, en ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks í bili. Með sameiningunni verður dómsmála- og mannréttindaráðuneyti sameinað samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í nýju innanríkisráðuneyti og hins vegar er ráðuneyti félags- og tryggingamála sameinað heilbrigðisráðuneyti í velferðarráðuneyti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á kynningarfundi í liðinni viku að þetta væru „umfangsmestu breytingar á skipulagi ráðuneyta frá því að lög um stjórnarráð voru sett árið 1969". Eins og fyrir fram var vitað verður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson verður velferðarráðherra, en þeir hafa stýrt forverum nýju ráðuneytanna frá því í september. „Forsenda svona sameiningar er auðvitað bætt þjónusta. Annars hefur þetta engan tilgang," sagði Guðbjartur Hannesson. „Ef við erum ekki að ná betri árangri í hagkvæmni og betri þjónustu við þá sem hennar njóta er til lítils gengið. Það er útgangspunkturinn og ég er sannfærður um að það muni nást." Ögmundur Jónasson sagði að stefnt væri að markvissari ráðstöfun fjármuna. „Mestu áherslubreytingarnar finnst mér þó vera að eiga sér stað hvað varðar aukna áherslu á mannréttindamál og réttarstöðu einstaklinga í samfélaginu." Frekari sameining ráðuneyta er fyrirhuguð á árinu þar sem atvinnuvegaráðuneyti verður til úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent