Krabbameinssjúk móðir: "Fékk djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun" Erla Hlynsdóttir skrifar 9. ágúst 2011 13:00 Rakel Ósk á að greiða Tryggingastofnun til baka 82 þúsund á mánuði næstu 8 mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Mynd úr einkasafni „Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. „Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. Samkvæmt bréfinu frá Tryggingastofnun á hún að endurgreiða 82 þúsund á mánuði næstu átta mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar frá stofnuninni eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Að átta mánuðum liðnum á hún því að vera búin að greiða Tryggingastofnun 16 þúsund krónum meira en hún hefur fengið í bætur á tímabilinu.„Ég er greinilega að bugast núna" „Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar.Skortir skilning Hún er nýlegar byrjuð aftur í krabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. „Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún.Dagpeningar möguleg skýring Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Hún hefur þegar sett sig í samband við Tryggingastofnun vegna bréfsins til að komast til botns í málinu. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og „aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949.Bloggsíða Rakelar Söru er hér.Um ellefu þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta fyrir síðasta ár.Þar af þurfa um 3 þúsund lífeyrisþegar að endurgreiða 100 þúsund krónur eða meira. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
„Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. „Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. Samkvæmt bréfinu frá Tryggingastofnun á hún að endurgreiða 82 þúsund á mánuði næstu átta mánuði. Mánaðarlegar bætur hennar frá stofnuninni eru hins vegar aðeins 80 þúsund. Að átta mánuðum liðnum á hún því að vera búin að greiða Tryggingastofnun 16 þúsund krónum meira en hún hefur fengið í bætur á tímabilinu.„Ég er greinilega að bugast núna" „Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar.Skortir skilning Hún er nýlegar byrjuð aftur í krabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. „Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún.Dagpeningar möguleg skýring Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Hún hefur þegar sett sig í samband við Tryggingastofnun vegna bréfsins til að komast til botns í málinu. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og „aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949.Bloggsíða Rakelar Söru er hér.Um ellefu þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt endurreikningi og uppgjöri bóta fyrir síðasta ár.Þar af þurfa um 3 þúsund lífeyrisþegar að endurgreiða 100 þúsund krónur eða meira.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira